Fara í efni

Menningarnefnd

44. fundur 06. mars 2003

Dags.: 06.03.2003
Tími: 17:10-19:00
Staður: Bæjarskrifstofur
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarni Dagur Jónsson, Bjarki Harðarson, Arnþór Helgason, Jakob Þór Einarsson og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður.

Dagskrá:
1. Styrkbeiðni frá Leiklistarfélagi Seltjarnarness
2. Tillaga að breytingum á reglum um bæjarlistamann
3. Listaverk mánaðarins í Nesfréttum – óformleg beiðni útgefanda um greiðslur fyrir birtingu
4. Skreytum bæinn á menningarhátíð – tillögur
5. Flutningur bókasafns
6. Önnur mál
- - - - - - - - - - - - - - - - - - -

1. Styrkbeiðni frá Leiklistarfélagi Seltjarnarness.
 Lagt til að styrkja Leiklistarfélagið um 150.000. Samþykkt samhljóða. (fylgiskjal 44-1)

2. Tillaga að breytingum á reglum um bæjarlistamann. Formaður lagði til breytingartillögu á núverandi reglum (fylgiskjal 44-3). Núverandi reglur eru í fylgiskjali 44-2.
 Samþykktar samhljóða með nokkrum athugasemdum (fylgiskjal 44-4)

3. Listaverk mánaðarins í Nesfréttum – óformleg beiðni útgefanda um greiðslur fyrir birtingu.
 Málið var rætt og því vísað frá.

1. Skreytum bæinn á menningarhátíð – tillögur.
 Formaður bað nefndarmenn um að hafa í huga hvernig hægt er að setja hátíðarsvip á bæinn þessa daga sem menningarhátíð stendur. Nokkrar hugmyndir ræddar. M.a. kom Bjarni Dagur Jónsson með þá hugmynd að halda flugdrekahátíð í bænum. Ákveðið að leita eftir samstarfi við skóla, leikskóla, tónlistarskóla og félagasamtök um samstarf.

2. Flutningur bókasafns – Bæjarbókavörður fór yfir helstu framkvæmdaatriði.
 

3. Önnur mál
a) Formaður sagði frá því að formaður umhverfisnefndar hafi komið að máli við sig um hvort Jónsmessugangan ætti ekki frekar heima undir menningarnefnd. Samþykkt að menningarnefnd taki þetta verkefni að sér.
b) Listaverkakaup á árinu. Rætt um hvort kaupa eigi listaverk á árinu.
Fundi slitið kl. 19:00.

Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)
Arnþór Helgason (sign)
Jakob Þór Einarsson (sign)
Fundargerð lögð fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu:
Bókun á bæjarstjórnarfundi:


Fylgiskjal 44-4


Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Seltjarnarness.

1. Menningarnefnd Seltjarnarness veitir ár hvert listamanni sem búsettur er á Seltjarnarnesi nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness. Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins ár hvert.
2. Nefndin skal auglýsa eftir umsóknum í dagblöðum og þeim bæjarblöðum sem út koma hverju sinni. Skal umsóknum skilað fyrir 20. október ár hvert.
 Bæjarlistamaður skal tilnefndur í upphafi nýs árs og skal listamaðurinn bera titil þess árs sem nýhafið er.
3. Listamenn, sem hafa framfæri af list sinni að einhverju eða öllu leyti og hafa búið á Seltjarnarnesi um tveggja ára skeið, eiga rétt á að sækja um nafnbótina og starfslaunin hverju sinni. Í umsókninni skal koma fram á hvern hátt listamaðurinn hugsi sér að láta Seltirninga njóta listar sinnar.
4. Þegar umsóknir eru metnar skal tekið mið af þeim viðurkenningum sem umsækjanda hafa hlotnast og útbreiðslu verka hans.
5. Menningarnefnd áskilur sér rétt til að listamaðurinn leyfi Seltirningum að njóta listar sinnar a.m.k. einu sinni á því ári sem hann ber nafnbótina bænum að kostnaðarlausu. T.d. með sýningar- eða tónleikahaldi, samstarfi við félög bæjarins og skóla, eldir borgara og/eða aðra listamenn sem koma fram á Seltjarnarnesi. Menningarnefnd útvegar viðeigandi húsnæði til listviðburða ef þörf er á.
6. Ennfremur mælist nefndin til þess að “Bæjarlistamaður Seltjarnarness,, láti nafnbótina koma fram sem víðast.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?