Fara í efni

Menningarnefnd

43. fundur 06. febrúar 2003

Dags.: 06.02.03
Tími: 17:10-19:00  
Staður: Bæjarskrifstofur  
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
   
 
Dagskrá:
  1. Breytingar á reglum um bæjarlistamann
 
  2. Erindi frá Jóhanni Helgasyni tónlistarmanni
 
  3. Félagsheimilið
 
  4. Listskreytingar – listaverkakaup
 
  5. Önnur mál
 
Fundarmenn: 
  Menningarnefnd: Sólveig Pálsdóttir, Bjarni Dagur Jónsson, Arnþór Helgason, Jakob Þór Einarsson, Auður Hafsteinsdóttir. Bjarki Harðarson boðið forföll.
  Starfsmenn: Pálína Magnúsdóttir
 
 
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:
  1. Breytingar á reglum um bæjarlistamann.
Rætt um breytingar á reglum um bæjarlistamann. Sólveig óskaði eftir skoðunum fundarmanna á reglum um veitingu starfsstyrk listamanns. Hún reifaði síðan hugmyndir sínar um breytingar á þessum reglum. Töluverðar umræður urðu um málið og var ákveðið að skoða það og koma með tillögur fyrir næsta fund.
  2. Erindi frá Jóhanni Helgasyni tónlistarmanni.
Lagt fram erindi frá Jóhanni Helgasyni tónlistarmanni þar sem hann fer fram á fjárstyrk til að standa straum af kostnaði við nótnabók. Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið en biður um sundurliðun kostnaðar við verkefnið. Ákvörðun frestað til næsta fundar.
  3. Félagsheimilið.
Formaður ræddi málefni Félagsheimilisins og reifaði hugmyndir stjórnar þess um rekstur hússins. Sólveig ræddi hugmyndir sínar um hvernig menningarnefnd getur komið að málefnum Félagsheimilisins.
Menningarnefnd leggur til að hún fái húsið til ráðstöfunar einn dag í mánuði undir menningarstarfsemi og skal hún bóka húsið fyrir 5. hvers mánaðar ella fellur þessi réttur niður þann mánuð.
  4. Listskreytingar – listaverkakaup.
Rætt um umsóknir til Listskreytingarsjóðs.
  5.  Önnur mál.
Rætt um tónlistarhátíð og kom fram að það mál er í góðum farvegi.
 
Fundargerð lögð fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu:   
Bókun á bæjarstjórnarfundi:

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?