Fara í efni

Menningarnefnd

35. fundur 26. júní 2002

Dags.: 26.06.2002  
Tími: 17:10-19:15  
Staður: Skólaskrifstofa  
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
   
Dagskrá: Fundarmenn:
  1. Fjárhagsstaða
 Menningarnefnd: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki
 
  2. Bæjarlistamaður 2002
 Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Jakob Þór
 
  3. Fyrirliggjandi beiðni um kaup á listaverki
 Einarsson. Arnþór Helgason boðaði forföll.
 
  4. Hugsanlegur flutningur Bókasafnsins á Eiðistorg
 Starfsmenn: Lúðvík Hjalti Jónsson, Pálína 
  5. Félagsheimilið
 Magnúsdóttir.
 
  6. Önnur mál og hugarflug
 
 
 
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:  Sólveig Pálsdóttir setti fund og stakk upp á að Bjarki Harðarson yrði varaformaður og Pálína  Magnúsdóttir ritari nefndarinnar.
Því næst las hún erindisbréf fyrri menningarnefndar og bað svo fundarmenn um að kynna sig og segja stuttlega frá sér.
1. Fjárhagsstaða:
Menningarnefnd fékk úthlutað 2.500.000 á þessu ári. Eftir eru 1.067.195. Eftir er að greiða bæjarlistamanni. Náttúrugripasafnið fékk 450.000 og eftir standa 162.303.
Sinfóníuhljómsveitin fær 3.500.000.
Nefndin þarf að vera búin að gera sér grein fyrir hvað fyrir liggur á næsta ári í september áður en vinna á fjárhagsáætlun hefst.
2. Bæjarlistamaður 2002:
Auglýsa á eftir nýjum bæjarlistamanni í júlí og umsóknir eiga að vera komnar inn 20. ágúst. Sólveig bað nefndarmenn um að hugsa um formið á styrkveitingunni.
Rætt um sýningar bæjarlistamanna á verkum sínum og möguleika á sýningahaldi og sýningarstöðum og ákveðið að kanna það mál nánar.
3. Fyrirliggjandi beiðni um kaup á listaverki:
Beiðni frá Rósu Gísladóttur um að kaupa útilistaverkið Steingervingar framtíðarinnar.
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins fram á næsta ár. Sólveig svarar listamanninum og gerir henni grein fyrir þessari ákvörðun
4. Hugsanlegur flutningur Bókasafnsins á Eiðistorg:
Menningarnefnd hefur verið falið að gera úttekt á kostum og göllum á flutningi bókasafnsins á Eiðistorg. Sólveig reifaði málið og tæpti á kostum og göllum.
Samþykkt að fela Sólveigu og Pálínu að semja greinargerð um málið og kanna málið nánar.
5. Félagsheimilið:
Um áramótin rennur út leigusamningur við leigutaka. Hugmyndir eru uppi um að við taki annars konar rekstur er verið hefur. Formaður biður nefndarmenn að hugsa um og koma með tillögur nýtingu hússins og rekstrarformi á Félagsheimili.
6. Önnur mál og hugarflug:
a) Reifaðar voru ýmsar hugmyndir um menningaruppákomur framtíðarinnar. 
b) Jakob Þór stakk upp á því að nefndarmenn færu í heimsókn á þá staði sem ræddir voru á fundinum, svo sem sýningarstaði, bókasafn, og fleira. Ákveðið að stefna að því í ágúst.
c) Rætt um tónlistaruppákomur á Eiðistorgi.
d) Formaður stakk upp á föstum fundartíma fyrstu viku í hverjum mánuði og fastur fundartími byrji í september. Samþykkt.
e) Sólveig las upp úr sveitarstjórnarlögum og áréttaði ákvæðið um skyldu nefndarmanna til að mæta á fundi og boða varamann í sinn stað ef viðkomandi kemst ekki.
Fundi slitið kl. 19:15
 


Sólveig Pálsdóttir (sign.)
Bjarki Harðarson (sign.)
Bjarni Dagur Jónsson (sign.)
Jakob Þór Einarsson (sign.)

Fundargerð lögð fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu:
Bókun á bæjarstjórnarfundi:Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?