Fara í efni

Menningarnefnd

34. fundur 23. maí 2002

Þetta er síðasti fundur nefndarinnar á þessu kjörtímabili.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jón Jónsson, Ingveldur Viggósdóttir og Arnþór Helgason.  Auk þeirra sátu fundinn Pálína Magnúsdóttir og Lúðvík Hjalti Jónsson.

Dagskrá fundarins:           1)     Styrkbeiðni frá Degi Bergssyni
                                      2)     Listaverkagjöf
                                      3)     Bókasafnaheimsókn
                                      4)     Önnur mál.

1.   Beiðnin rædd ítarlega.  Henni hafnað á þeirri forsendu að styrkbeiðandi hafði fengið styrk, er nam 6 vikna launum verkamanns, frá annarri stofnun hér í bæ.

2.   Listaverkagjöf.  Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2001, Messíana Tómasdóttir, lýsti því yfir, er hún tók við viðurkenningunni s.l. sumar að hún myndi gefa bæjarfélaginu verk eftir sig.  Verkið hefur verið valið og verður því komið fyrir í bókasafni bæjarins.  Um er að ræða 3 myndir unnar á “plexigler”.

3.   Bókasafnaheimsókn.  Sagt var frá heimsókn Sigrúnar Eddu Jónsdóttur, Pálínu Magnúsdóttur, Lúðvíks Hjalta Jónssonar og Hildar Jónsdóttur í Bókasafn Kópavogs og Hafnarfjarðar.  Þessi söfn eru nýflutt í glæsileg húsakynni.  Lýst var í stuttu máli aðbúnaði og aðstöðu á báðum stöðum.

Hildur Jónsdóttir rifjaði upp hugrenningar sínar, úr bréfi sem hún reit 11.nóvember 1999, um bókasöfn, tónlistarskóla, listaverkasýningar og minjasöfn og einnig samspil þessarra stofnana.

Arnþór Helgason kom aðeins inn á tilurð Eiðistorgs og uppbyggingu þess.

4.   Ingveldur Viggósdóttir skýrði frá gjöf Þrastar Eyvinds en hann afhenti Náttúrugripasafninu steinasafn föður síns.  Sérfræðingur verður fenginn til þess að yfirfara steinasafnið.

Jóni Jónssyni voru afhentir nokkrir steinar, sem Gunnar Emil Sigurðsson Skólabraut 10, hér í bæ, hafði hirt upp af götu sinni.  Steinarnir verða afhentir Náttúrugripasafninu hér í bæ.

Fundurinn óskaði eftir að eftirfarandi yrði bókað í fundargerð:

“Menningarnefnd leggur til að Bókasafn Seltjarnarness verði flutt á 2.hæð í húsi Hagkaupa h.f. við Eiðistorg og hvetur komandi bæjarstjórn til að kanna þann möguleika til hlítar hið fyrsta og koma í framkvæmd.

Flutningur safnsins í rýmra húsnæði myndi gefa marga möguleika á nýtingu þess undir ýmsa menningartengda starfsemi.  Náttúrugripasafn Seltjarnarness gæti fengið rými innan safnsins auk þess myndi þetta glæða Eiðistorg nýju lífi og styðja þá starfsemi sem þar er fyrir hendi.”

Í fundarlok þakkaði formaður nefndarmönnum unnin störf s.l. 4 ár.  Sama gerði ritari nefndarinnar og óskaði nefndarmönnum heilla á óförnum leiðum.

Kaffi og terta var borið fram á fundinum sem menn gerðu sér gott af.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.40

 

Jón Jónsson (sign)  ritari nefndarinnar.
 
Sendu póst til vefstjori@seltjarnarnes.is ef þú hefur spurningar varðandi vef þennan.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?