Fara í efni

Menningarnefnd

31. fundur 21. nóvember 2001

Mættir voru: Sigrún Edda Björnsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Arnþór Helgason. Auk þess sat fundinn Pálína Magnúsdóttir, bæjarbókavörður sem ritaði fundargerð. Jón Jónsson boðaði forföll.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun 2002

  2. Beiðni um styrkveitingar
    a. Jón Axel Egilsson
    b. Leiklistarfélag Seltjarnarness
    c. Selkórinn

  3. Myndband

  4. Önnur mál.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2002.
    Sigrún Edda sagði frá því að til stæði að skera niður nokkuð að þeim áætlunum sem menningarnefnd sendi frá sér á síðasta fundi. Pálína sagðist hafa rætt við bæjarstjóra og hann sagt henni að verið væri að skera áætlun bókasafnsins niður um 1 milljón króna. Hún bað um að fá að ráða hvaðan þessi milljón yrði tekin og tók hann vel í það. Gerði hún fundarmönnum grein fyrir þeim breytingum sem hún legði til að gerðar yrðu á áætluninni.
    Einnig kom fram að 300.000 yrðu teknar af Náttúrugripasafni

  2. Beiðni um styrkveitingar:
    a. Jón Axel Egilsson. Samþykkt að fresta afgreiðslu fram yfir áramót.
    b. Leiklistarfélag Seltjarnarness. Samþykkt að fresta afgreiðslu fram yfir áramót.
    c. Selkórinn. Samþykkt að styrkja um 50.000 krónur.

  3. Myndband.
    Myndbandið Lífríki Seltjarnarness er tilbúið. Verið er að hanna kápu og stefnt verður að því að frumsýna myndbandið eftir áramót. Rætt var um fjölföldun og sölu á myndbandinu. Að umræðum loknum skoðuðu nefndarmenn myndbandið.

  4. Önnur mál.
    a. Messíana Tómasdóttir notaði tækifærið og gaf bænum verk eftir sig þegar hún var valin Bæjarlistarmaður Seltjarnarness 2002. Nefndarmenn ætla að hitta hana fljótlega til að velja verkið.
    b. Pálína sagði frá því að nú er nýyfirstaðin Norræn bókasafnavika. Þema vikunnar var Orð og tónar og var Leiklistarfélag Seltjarnarness með dagskrá að því tilefni í safninu þar sem voru flutt ljóð og Monika Abendroth spilaði á Hörpu. Pálína sagði einnig frá því að Foreldrafélag Mýrarhúsaskóla ætlaði að standa fyrir bókakynningu í Mýrarhúsaskóla næstkomandi mánudag í samvinnu við bókasafnið.
    c. Leiðrétting 29. fundargerðar:
    Í 29. fundargerð, 2. lið b kom fram að samþykkt hefði verið að greiða listamanninum verkið á 10 árum. Þetta er ekki rétt, þó sú tillaga hafi vissulega komið fram. Ákveðið var að kaupa listaverið á horni Lindarbrautar og Suðurstrandar en ekki ákveðið á hversu löngum tíma greiða skyldi verið.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:00



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?