Fara í efni

Menningarnefnd

25. fundur 01. mars 2001

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra sat Pálína Magnúsdóttir forstöðumaður Bókasafnsins fundinn og einnig Lúðvík Hjalti Jónsson svæðisstjóri.

Formaður setti fund kl. 17.15 og var síðan tekið til við dagskrá.

1.   Rætt var um að fá framlengt leigusamningi á listaverki því sem stendur á horni Suðurstrandar og Lindarbrautar til júníloka 2001.  Einnig var stungið upp á því að huga að nýju listaverki 6 mánuðum áður en leigutíma lyki hverju sinni.

2. a)       Umsókn um fjárframlag til handa Selkórnum á Seltjarnarnesi var tekin til umræðu og samþykkt að styrkja hann um kr. 150.000.- þetta árið.

    b)       Umsókn um styrk, frá Jakobi Þór Einarssyni, leikara, vegna sérstaks verkefnis, sem hann vinnur að var rædd og ákveðið að veita honum kr. 100.000.- í þessu skyni.

3.   Lagðar fram ársskýrslur Menningarnefndar Seltjarnarness, Bókasafns Seltjarnarness og Náttúrugripasafns Seltjarnarness.  Voru þær ræddar ítarlega og voru samþykktar með tilkomnum athugasemdum.  Spurt var hvort gögn væru komin á netið (diskar og bönd).  Svar var að svo væri.

4.         a)   Rætt var  um fjármögnunarstyrki vegna náttúrulífsmyndbands á Nesinu.

b)    Rætt um vatnsleka úr lofti Bókasafnsins.  Forstöðumaður safnsins sagði að loftið væri ónýtt.

c)    Komið var inn á skráningu muna í eigu Náttúrugripasafnsins.

d)    Upplýst var að horfið hafi úr geymslu Náttúrugripasafnsins, í Valhúsaskóla stór “amethyst” kristall, eign safnsins.  Þetta   mun hafa skeð s.l. sumar þegar viðgerð á Valhúsaskóla stóð yfir.

e)   Spurt var um hvort söfnin væru tryggð fyrir öllum skaða.  Eigur safnanna skipta milljónum króna og þurfa þessi mál að vera í lagi.  Enginn fundarmanna virtist hafa hugmynd um hvernig þessi mál standa.

f)      Lúðvíki Hjalta falið að kanna hvernig þessum tryggingamálum er háttað.

g)    Rætt um að koma svo til nýkeyptum erni í glerskáp svo hægt væri að hafa hann til sýnis fyrir almenning.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.36.

Jón Jónsson, ritari nefndarinnar.

(sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?