Fara í efni

Menningarnefnd

24. fundur 30. nóvember 2000

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra sátu fundinn þau Pálína Magnúsdóttir og Lúðvík Hjalti Jónsson.

Dagskrá fundarins:   1.  Fyrirliggjandi styrkbeiðni.

                               2.       Önnur mál.

Formaður setti fund kl. 17.10 og var strax gengið til dagskrár.

1.  a.     Umsókn um styrk, frá Leiklistarfélagi Seltjarnarness, tekin fyrir og rædd.  Samþykkt að veita félaginu styrk að upphæð kr.         75.000.-

b.     Umsókn frá Helga H. Jónssyni tekin fyrir og hafnað.

2.  Önnur mál:

a.      Rætt um hinar ýmsu gjafir, í formi listaverka, sem bæjarfélaginu áskotnast.  Fjallað um ráðstöfun þeirra og skráningu og á hvern hátt þakka beri þessar gjafir.

Sigrúnu Eddu Jónsdóttur og Jóni Jónssyni falið að kanna málið.

b.     Ingveldur Viggósdóttir tjáði fundinum að Náttúrugripasafni Seltjarnarness hafi borist, að gjöf, trjábolur, sem fundist hafi úti í Suðurnesi og væri víst um 2000000 ára gamall.  Rætt var um hvað gera ætti við hlutinn en hann er í vörslu áhaldahúss bæjarins.  Stungið var upp á að gefa Náttúrufræðistofnun Íslands gripinn.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 18.30.

 

Jón Jónsson, ritari nefndarinnar.

(sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?