Fara í efni

Menningarnefnd

21. fundur 04. september 2000

Dagskrá fundarins:

  1. Myndband um fuglalíf Seltjarnarness

  2. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2000

  3. Önnur mál

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jón Jónsson og Sonja B. Jónsdóttir.

Formaður setti fund kl. 17:20 og var gengið til dagskrár:

Byrjað var á 2. lið.

10 aðilar höfðu sent nefndinni umsókn vegna Bæjarlistamanns 2000. Nefndarmenn yfirfóru hin ýmsu gögn, sem fylgdu umsóknum. Skeggrætt var fram og til baka um umsóknirnar og meðfylgjandi gögn en frestað ákvörðun um val til næsta fundar nefndarinnar hinn 14.09 næstkomandi. Fundurinn veitti heimild til þess að leita ráða listfræðings, ef á þyrfti að halda, varðandi valið.
Ákveðið var að afhending færi fram í koníaksstofu Rauða Ljónsins á Eiðistorgi hinn 28. september 2000.

1. liður: Sigrún Edda kvaðst hafa hitt Pál Steingrímsson kvikmyndatökumann að máli hinn 1. september sl. og rætt við hann um væntanlegt fuglalífmyndband. Tjáði hann henni að efni væri nú þegar fyrir hendi í allt að 20-30 mínútna þátt og fékk hún að sjá örstutt sýnishorn. Nefndarmenn ræddu greiðslumöguleika á verkinu og hvernig best væri að dreifa greiðslum en verkið allt mun kosta um það bil kr. 2.500.000. -

3. liður: Ingveldur Viggósdóttir sagði nefndarmönnum frá gamalli dragkistu, sem hún hafi tekið í sína vörslu og komið fyrir hjá ýmsum náttúrugripum í kjallara Valhúsaskóla, en kistu þessa gaf gömul kona Seltjarnarnesbæ fyrir allmörgum árum, einnig spurði hún Jón Jónsson hvort hann vissu nokkuð um uppruna og tilurð þessa grips en hann minntist á kistu þessa fyrir um það bil ári síðan þegar rætt var um söfnun og varðveislu gamalla muna í plássinu. Jón Jónsson mun að sjálfsögðu verða við þessari ósk.

Fleira var ekki gert á fundinum og honum slitið kl. 19:15.

Jón Jónsson ritari nefndarinnar (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?