Fara í efni

Menningarnefnd

20. fundur 10. júlí 2000

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir,  Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra sat Pálína Magnúsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins, fundinn.

 

Dagskrá fundarins: 

 

1.   Myndband um fuglalíf Seltjarnarness

2.   Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2000

3.   Bókasafn Seltjarnarness

4.   Önnur mál

 

Formaður setti fund kl. 17:15 og var síðan gengið til dagskrár.

 

1.     Myndband um fuglalíf Seltjarnarness

Haldið áfram umræðu um myndbandsgerð um fuglalíf á Seltjarnarnesi. Hæfileg lengd myndbandsins er talin vera um það bil 25-30 mínútur. Kostnaður á ekki að fara fram úr kr. 2.500.000. -  miðað við þessa lengd. Einnig var rædd fjármögnun verkefnisins. Hugmynd kom upp um að leita eftir styrkjum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum. Bréf yrði sent til þeirra varðandi verkefnið og síðar myndu nefndarmenn deila með sér að hafa persónulegt samband við viðkomandi varðandi verkefnið. Nafn gefenda yrði birt í upphafi myndbandsins.

 

2.            Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2000

Ákveðið að auglýsa eftir þátttakendum um val á bæjarlistamanni Seltjarnarness árið 2000, í júlíhefti Nesfrétta og einnig í Morgunblaðinu í lok júlímánaðar.
Drög að reglum um val bæjarlistamanns voru lögð fram og samþykkt af nefndarinnar hálfu, að vísu með orlitlum orðalagsbreytingum. Plaggið verður sent bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar.

 

3.            Bókasafn Seltjarnarness

Pálína Magnúsdóttir tjáði fundinum að landsfundur bókavarða verði haldinn á Akureyri í águst n.k. og fyrirhugað er að 5 starfsmenn Bókasafnsins fari á fundinn. Var það samþykkt. Ósk barst frá Pálínu um að opna safnið kl. 12 á hádegi í stað kl. 14. Þetta lengir vinnuvikuna um 10 stundir, sem starfsmenn safnsins munu deila með sér. Þessi breyting verður  1. okt. n.k. Þetta var samþykkt. Pálína skýrði frá því að hún hefði fengið nýjan yfirmann í starfi. Það er forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Lúðvík Hjalti Jónsson viðskiptafræðingur.

 

4.            Önnur mál

Til umræðu kom grágrýtissteinn, sem settur hefur verið niður við styttuna, sem stendur við gatnamót Lindarbrautar og Suðurstrandar og hinn gífurlegi kostnaður við teikningar o.fl. varðandi niðursetningu hans. Einnig kom fram gagnrýni á kostnað vegna meðhöndlunar áhaldahússmanna, hér í bæ, á viðarbút, 6 – 8 þúsund ára gömlum, en viðarbút þennan færði Gísli Auðunsson Náttúrugripasafni Seltjarnarness að gjöf.
Gagnrýni kom fram vegna breytinga á fyrirfram boðuðum fundartíma nefndarinnar, en það hefur hent nokkrum sinnum á starfstíma nefndarinnar.

 

 

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18:37

 

Jón Jónsson, ritari nefndarinnar, sign



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?