Fara í efni

Menningarnefnd

19. fundur 03. maí 2000

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir,  Guðni Sigurðsson og Arnþór Helgason.

 

 

1.     Fundargerðir síðustu funda.

       Fundargerðir 17. og 18. fundar lesnar og samþykktar með breytingu á 4.lið 17. fundargerðar .

 

2.           Myndband um fuglalíf Seltjarnarness

Rætt um hugmyndir frá Jóhanni Óla  Hilmarssyni sem lagðar voru fyrir fundinn, lauslega gerð grein fyrir efnistökum og samspili fugla og árstíða 15- 20 mínútna langt.

Beðið var um kostnaðartilboð og gróf drög að myndatöku – tímaáætlun og fleira.

Nefndarmenn sammála um að síðan verði tilboðið lagt fyrir umhverfisnefnd og leitað samstarfs við hana varðandi myndbandið og  kostnað.

 

3.           Fuglaskoðun

Ákveðið að bjóða upp á fuglaskoðun sunnudaginn 14. Maí.  Haft verður samband við Stefán Bergmann vegna leiðsagnar.

 

4.           Erindi frá Þjóðminjasafni Íslands.

Lagt fram bréf frá Þjóðminjasafni Íslands dagsett 27/3 2000 undirritað af Þór Magnússyni.  Ákveðið að fresta málinu.

 

5.           Önnur mál.

a)  Erindisbréf nefndarinnar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 12. apríl 2000.

b)  Eignaskrá Náttúrugripasafnsins lögð fram, sem fullgerð var í apríl 2000.  Eignaskráin er gefin út í 6 eintökum. 
Eintak verður afhent Bókasafni Seltjarnarness.  Ákveðið að kanna hvort setja beri skránna á vef Seltjarnarnesbæjar.

c)   Lögð fram tillaga að merkingu á listaverkinu Skuggar sem stendur við Lindarbraut.  Ákveðið að biðja um betri útfærslu á tillögu B þar sem grjótið rísi hærra.

d)  Sagt frá ferðamála- og handverkssýningu sem haldin var í Laugardalshöll 30.apríl – 1.maí.  Ferðamálasamtök  höfuðborgarsvæðisins voru með kynningarbás sem vann til verðlauna á sýningunni.  Þar voru kynntar helstu náttúruperlur á og við höfuðborgarsvæðið sem og menningarstofnanir, söfn, gönguleiðir og ýmislegt er varðar útivist, menningu og ferðaþjónustu.

 

Fundi slitið kl. 18.45 

 

Hildur Jónsdóttir, sign.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?