Fara í efni

Menningarnefnd

18. fundur 03. mars 2000

Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra sat fundinn Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður.

Dagskrá fundarins:

 

1.    Fundargerð síðasta fundar

2.    Ársskýrsla Bókasafns Seltjarnarness og Menningarnefndar

3.    Umsókn um styrkbeiðni:
a) Listahátíð Seltjarnarneskirkju
b) Sunna Gunnlaugsdóttir – djasspíanisti
c) Erindi frá Klaipeda í Litháen

4.    Erindisbréf menningarnefndar

5.    Önnur mál

 

Formaður setti fund kl. 18:10 og var þegar gengið til dagskrár.

 

1.    Rætt var um fundargerð sl. fundar. Hún var rædd og samþykkt.

2.    Lagðar fram ársskýrslur Bókasafns Seltjarnarness og Menningarnefndar. Skýrslurnar ræddar og samþykktar eftir smávægilegar leiðréttingar.

3.    a) Umsókn frá Listahátið Seltjarnarneskirkju rædd og samþykkt að veita umræddu verkefni styrk að upphæð kr. 150.000. -
b) Umsókn Sunnu Gunnlaugsdóttur hafnað
c) Erindi frá Klaipeda í Litháen vísað til bæjarstjóra

4.    Erindisbréf til Menningarnefndar Seltjarnarness yfirfarið og rætt ítarlega. Það var síðan samþykkt með nokkrum breytingum.

5.    a) Bæjarbókavörður tjáði fundinum að ráðinn hafi verið nýr bókasafnsfræðingur, Guðrún Þ. Einarsdóttir, til safnsins í ½ starf. Einnig kynnti hann hugmyndir um að halda myndlistasýningu, þegar svalir safnsins verða opnar.
b) Ingveldur Viggósdóttir skýrði fundinum frá því að Mýrarhúsaskóla hafi verið færð að gjöf frá Náttúrugripasafninu 15 stk. Veggspjöld af íslenskum fuglum.
c) Fram kom hugmynd á fundinum um það hvort Menningarnefnd eigi að taka virkan þátt í Listahátíð Seltjarnarneskirkju. Fundurinn tók ekki beina afstöðu til þessa, taldi að svona framkvæmdir heyrðu ekki undir nefndina.

 

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 20:00

 

Að loknum fundi var nefndarmönnum og starfsfólki Bókasafnsins, ásamt mökum, boðið til kvöldverðar á heimili formanns Menningarnefndar.

 

Fylgiskjal nr. 1: Ársskýrsla Bókasafns Seltjarnarness 1999

Fylgiskjal nr. 2: Ársskýrsla Menningarnefndar 1999

Fylgiskjal nr. 3: Erindibréf til Menningarnefndar.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?