Fara í efni

Menningarnefnd

15. fundur 11. nóvember 1999

Mættir: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra sat Pálína Magnúsdóttir, bæjarbókavörður, fundinn.

Dagskrá fundarins:

1.    Náttúrugripasafn.

2.    Styrkbeiðnir: Tónlistarskóli og Leiklistarfélag Seltjarnarness

3.     Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 17:12 og var strax gengið til dagskrár.

 

Byrjað var á lið 2 í dagskrá.

 

2.     a) Arnþór lét í ljós þá skoðun sína að sér fyndist undarlegt að stofnun á vegum bæjarfélagsins sækti um styrki til nefndarinnar. Að öðru leyti var tekið vel í þessa umsókn og er til athugunar að styrkja, ef til vill, lítillega þetta verkefni á næsta ári.

 

b) Samþykkt að veita Leiklistarfélagi Seltjarnarness styrk að upphæð 50.000 krónur.

 

1.     Rætt um kaup á eyruglu, snæuglu, sel (blöðrusel ) og að auglýsa eftir þessum hlutum og fleirum.

Einnig var rætt um dýra- og jurtaríki Seltjarnarness og að haft yrði samband við Pál Steingrímsson kvikmyndatökumann í því sambandi.

Samþykkt að verja kr. 200.000 í verkefnið, til að byrja með.

 

3.     Fjallað var um bókakynningu, sem fara á fram á Bókasafni Seltjarnarness hinn 9. desember 1999.

 

Fleira var ekki gert.

 

Fundi slitið kl. 18:12

 

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Hildur Jónsdóttir (sign)

Ingveldur Viggósdóttir (sign)

Jón Jónsson (sign)

Arnþór Helgason (sign)

 

 

1 fylgiskjal fylgir fundargerðinni



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?