Fara í efni

Menningarnefnd

14. fundur 30. september 1999

Mættir: Allir aðalmenn nefndarinnar. Auk þeirra sat Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður fundinn.

Dagskrá fundarins:
1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2000

2. Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 17:10 og var síðan gengið til dagskrár.

 

1.     a) Náttúrugripasafn: Arnþór lét í ljós þá skoðun sína að hann liti á safnið sem fræðslusafn og að það yrði starfrækt í samræmi við það í samvinnu við Valhúsaskóla, fyrst um sinn, í húsnæði skólans. Hann benti á að senn flyttist Náttúrugripasafn Íslands í Vatnsmýrina, í næsta nágrenni við okkur og væri erfitt að keppa við það. Hildur benti á þann möguleika að láta gera myndband um fuglalíf á Seltjarnarnesi og þá einkum í Gróttu.
Ingveldur tjáði fundarmönnum að það hafi verið ósk stjórnar Náttúrugripasafnsins að það fengi inni í gamla húsi Mýrarhúsaskóla.
Jón Jónsson kvaðst fylgjandi því að safnið yrði varðveitt sem fræðslusafn í Valhúsaskóla og uppstaða þess væri dýra- og plönturíki Nessins. Hann telur gamla skólahúsið slæman kost vegna brunahættu.
Samþykkt var að láta innramma þær 20 uppsetningar af plöntum, sem eftir var að ganga frá.
Rætt var ítarlega um fjárhagsáætlun safnsins fyrir árið 2000 og komist að niðurstöðu um að fara fram á kr. 1.250.000. - framlag.

 

b) Lista- og Menningarsjóður. Fjallað gaumgæfilega um fjárþörf sjóðsins og komist að niðurstöðu um að fara fram á kr. 1.800.000. - framlag sjóðnum til handa fyrir árið 2000.

 

c) Bókasafn Seltjarnarness. Rætt var ítarlega um starfsemi safnsins og aðbúnað þess allan.  Hér í bæ eru 3,75 stöðugildi en í svipuðum bæjarfélögum og okkar hvað mannfjölda snertir eru þau 4,5 - 5 á þeirra bókasöfnum. Einnig var rætt um skipulag á ýmiskonar listsýningum í Bókasafninu og kom fram á fundinum að allar 3 konurnar, sem hlotið hafa heiðurstitilinn "Bæjarlistamaður Seltjarnarness" sl. 3 ár eru reiðubúnar til að taka þátt í sýningum í safninu.

Eftir langa umræðu um ítarlega og vel sundurliðaða fjárhagsáætlun fyrir Bókasafnið vegna ársins 2000 var einróma samþykkt að fara fram á kr. 18.240.000. - framlag að frádregnum áætluðum tekjum safnsins árið 2000 kr. 1.000.000. -
Menningarnefnd leggur áherslu á að farið verði að tillögum Pálínu varðandi fjárhagsáætlun Bókasafninu til handa fyrir árið 2000, að örðum kosti getur safnið ekki uppfyllt lögbundið hlutverk sitt.

Á fundinum afhenti Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður greinargerð vegna fjárhagsáætlunar og var hún lesin fundarmönnum:

Gerður fundarmenn góðan róm að greinargerðinni. Fylgir hún þessari fundargerð sem fylgiskjal nr. 1.

 

2.     Ingveldur sýndi nefndarmönnum gott eintak af fálka, sem Náttúrugripasafninu stendur til boða fyrir skikkanlegt verð. Ákvörðun um kaup slegið á frest.

 

Sl. vor framkvæmdu 2 konur, nemar í bókasafns- og upplýsingafræði, mat á upplýsingaþjónustu Bókasafns Seltjarnarness. Þær eru Helga K. Nikulásdóttir og Margrét Guðlaugsdóttir. Greinargerð þeirra er allítarleg og fylgir með fundargerð þessari niðurlag greinargerðarinnar sem fylgiskjal nr. 2.

 

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Hildur Jónsdóttir (sign)

Ingveldur Viggósdóttir (sign)

Jón Jónsson (sign)

Arnþór Helgason (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?