Fara í efni

Menningarnefnd

13. fundur 09. september 1999

Mættir allir aðalfulltrúar nefndarinnar.

Dagskrá fundarins:

1. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 1999.

2. Styrkumsóknir.

3.  Fjárhagsáætlun

4.  Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 17:10 og var síðan gengið til dagskrár.

 

1.  Farið nánar yfir hinar 13 umsóknir sem bárust nefndinni og einnig skoðuð ný gögn sem höfðu borist. Nefndinni var mikill vandi á höndum en komst að þeirri niðurstöðu að sæma skyldi Guðrúnu Einarsdóttur, Austurströnd 6 hér í bæ titlinum "Bæjarlistamaður Seltjarnarness 1999" með öllu sem því fylgir.

 

2.  a) Umsókn um styrk frá "Nótt og Degi Markaðs og Prentmiðlun ehf", sem barst bæjarsjóði og var síðan send Menningarnefnd. Niðurstaða: vísað til föðurhúsanna.

b) Styrkumsókn frá Jóhanni Helgasyni, tónlistarmanni, Austurströnd 6. Samþykkt að veita honum styrk að upphæð kr. 75.000. -

 

3.  Rædd fjárhagsáætlun safnanna og Lista- og Menningarsjóðs. Ákveðið að boða til nánari umræðufundar um þetta efni fimmtudaginn 30. september n.k.

 

4.  Rætt um skráningu gerðarbókar nefndarinnar og hvort koma ætti ritun hennar í tölvutækt form. Íað að starfsmanni nefndinni til handa eða hvort fá ætti einhvern utanaðkomandi til þess að skrá fundargerðir. Upp kom tillaga um að Pálína Magnúsdóttir forstöðumaður Bókasafnsins sæti fundi Menningarnefndar.
Spurt var um hvað liði skráningu spjaldskrár Náttúrugripasafnsins.

 

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:25

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Hildur Jónsdóttir (sign)

Ingveldur Viggósdóttir (sign)

Jón Jónsson (sign)

Arnþór Helgason (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?