Fara í efni

Menningarnefnd

12. fundur 26. ágúst 1999

Dagskrá fundarins: Val bæjarlistamanns Seltjarnarness árið 1999.

Mættir á fundinn: Allir aðalmenn nefndarinnar.

 

Formaður nefndarinnar setti fund kl. 16:40 og hóst strax umræða um þetta eina mál á dagskrá.

 

Arnþór Helgason skýrði fundinum frá tilraun sinni við að afla upplýsinga um tilhögun svipaðra mála í öðrum sveitarfélögum og einnig í Reykjavík. Komst hann að raun um það að engar reglur eru til um úthlutun slíkra heiðursverðlauna og um er að ræða hér en geðþóttaákvörðun látin ráð hverju sinni hver er valinn.

Hjá Júlíusi Vífli Ingvarssyni borgarfulltrúa í Reykjavík fékk hann þær upplýsingar að sl. tvö ár hafi listamenn komnir á áttræðisaldur fengið titilinn Borgarlistamaður og var það í samræmi við ábendingar valinkunnra manna.

 

Að þessu sinni bárust nefndinni 13 umsóknir um virðingarstöðuna bæjarlistamaður Seltjarnarness 1999 frá mjög fjölbreyttum hópi listamanna svo sem myndlistarmönnum, tónlistarmönnum, kvikmyndalistamönnum, ritlistamönnum o.fl.

 

Nefndarmenn ræddu gaumgæfilega umsóknirnar, vógu þær og mátu og fóru sameiginlega yfir gögn þau er fylgdu umsóknum.

Ákveðið var að boða til annars fundar um máli þann 10. sept. n.k. og skoða málin nánar. Einnig var samkomulag um að óska eftir nánari gögnum frá nokkrum umsækjenda. Reynt verður að koma því í kring að úthlutun veðlaunanna fari fram hinn 23. september 1999.

 

Utan dagskrár kvað Hildur Jónsdóttir sér hljóðs og lét í ljós þá skoðun sína að merking listaverksins sem sett var upp á gatnamótum Lindarbrautar og Suðurstrandar yrði í nokkru samræmi við listaverkið sjálft. Ástæða þessarar ábendingar var ljótur steinhnullungur sem komið hafði verið fyrir skammt frá listaverkinu og bar hún kvíðboga fyrir því að nafn listaverksins og listamanns ætti að fara á umræddan stein.

 

Fleira var ekki gert.

 

Fundi slitið kl. 17:50.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?