Fara í efni

Menningarnefnd

9. fundur 04. mars 1999

Mættir á fundinn: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Jónsson, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir og Sonja Jónsdóttir. Auk þeirra sat Pálína Magnúsdóttir forstöðumaður safnsins fundinn.

Dagskrá fundarins:

1. Málefni Bókasafnsins.
2. Listsýning í Bókasafni Seltjarnarness
3. Endurnýjun listaverks Lindarbraut / Suðurströnd.
4. Tillögur að skilgreiningu bæjarlistamanns.
5. Önnur mál

Formaður setti fund kl. 17:15 og var strax gengið til dagskrá.

  1. Rædd tölvumál Bókasafnsins o.fl. Auk þess rædd aukafjárveiting v/2000 vandans.
  2. Fjallað um væntanlega myndlistarsýningu frá Sigríðar Gyðu Sigurðardóttur sem opna á í Bókasafninu hinn 9. apríl n.k. í tilefni 25 ára afmælið Seltjarnarneskaupstaðar.
  3. Haft hefur verið samband við Myndhöggvarafélag Reykjavíkur varðandi kaup á listaverki. Nefndarmenn telja heppilegra að kaupa myndverk frekar en að leigja.
  4. Lögð fram greinargerð frá Arnþóri Helgasyni dags. 3/3 og 4/3 1999 (fax) varðandi bæjarlistamann Seltjarnarness og var hún rædd. Einnig var rætt um hvort setja ætti skilyrði fyrir veitingu styrks til bæjarlistamannsins svo sem sýningu á verkum hans, hljómleikahaldi eða gjafar til bæjarfélagsins.
  5. Hildur Jónsdóttir spurðist fyrir um skráningu muna í Náttúrugripasafni Seltjarnarness. (fyrirspurn um þetta sama efni barst einnig á fundi nefndarinnar 7/10 1998. Ath.semd ritara). Einnig óskaði Hildur eftir bókun um geisladiskasafn. 300 geisladiskar eru í safninu. Bókavörður greindi frá stækkun hljóðbókasafns.

Spurt var um hvað liði erindisbréfi Menningarnefndar til handa.

Ingveldur Viggósdóttir lagði fram bréf frá Hrafni Jóhannssýni tæknifræðingi varðandi leifar af tré sem Gísli Auðunsson, Lindarbraut 2 hér í bæ, fann í fjörumónum í Seltjörn. Afhenti Ingveldur Nefndinni trjábútana til varðveizlu.

Næsti fundur ákveðinn 15/4 n.k.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?