Fara í efni

Menningarnefnd

5. fundur 07. október 1998

Mættir allir aðalfulltrúar. Auk þeirra bókaverðirnir Anna Elín Bjarkadóttir og Pálína Magnúsdóttir, sem sátu fundinn vegna vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir Bókasafn Seltjarnarness og höfðu báðir málfrelsi á fundinum.

Dagskrá fundarins:

 1. Afgreiðsla tillögu Arnþórs frá 2. fundi.
 2. Afgreiðsla tillögu um heimildarmyndagerð.
 3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1999
 4. Afgreiðsla umsókna um styrkveitingar.
 5. Önnur mál.

Formaður setti fund kl. 17:19 og var strax gengið til dagskrár.

 1. Arnþór ræddi um tillögu sína frá 2. fundi nefndarinnar og tók dæmi frá öðrum bæjarfélögum, svipaðrar stærðar og okkar, máli sínu til stuðning. Hann stakk upp á því að undinefnd innan nefndarinnar yrði stofnuð til að kanna þessi mál og myndi hún skila áliti fyrir 1. mars 1999. Sigrún Edda taldi æskilegt að fresta ákvörðunartöku um tillöguna, vegna þess hve nefndin væri ung. Þess í stað var ákveðið að koma saman vinnuhópi innan Menningarnefndarinnar, sem tæki að sér undirbúningsstarf. Í vinnuhópnum verða Arnþór Helgason, Hildur Jónsdóttir og Anna Elín Bjarkadóttir frá Bókasafninu (Pálína Magnúsdóttir tæki síðan við). Arnþór myndi svo kalla vinnuhópinn saman þegar gagna hefði verið aflað. Auk þessa ræddi Pálína lítillega um skjalasafn og gagnagrunn.
 2. Arnþór Helgason dró tillögu sína um heimildarmyndagerð til baka. Á næsta ári verður Seltjarnarnesbær 25 ára og í desember n.k. verður Lista- og menningarsjóður 30 ára. Ræddu fundarmenn nokkuð um hvað hægt væri að gera til að minna á þessi tímamót.
 3. Ýtarleg umfjöllun fór fram um fjárhagsáætlun vegna Bókasafns Seltjarnarness fyrir árið 1999 og var einróma samþykkt að fara fram á 16.683.000 kr. framlag til rekstrar safnsins árið 1999.
  Umfjöllun um fjárhagáætlun fyrir Náttúrugripasafn Seltjarnarness árið 1999. Var einróma samþykkt að óska eftir framlagi til rekstrar Náttúrugripasafns Seltjarnarness, árið 1999 að upphæð 1.250.000 kr.
  Fjárhagáætlun fyrir Lista- og menningarsjóð var slegið á frest þar til síðar að ósk Arnþórs, ef undanþága á skilum fæst.
 4. Tvær umsóknir um styrki bárust nefndinni. Önnur frá Helga Hrafni Jónssyni, básúnuleikara, Valhúsabraut 7, dags 27.07.1998. Hann hyggur á framhaldsnám í Bandaríkjunum. Samþykkt að veita honum 50.000 króna styrk.
  Hin frá Sigurði K. Árnasyni, dags. 28.09.1998, vegna útgáfu bókarinnar Íslenskir myndlistamenn, sem kemur út í október. Samþykkt að veita kr. 50.000 kr. til þessa verks.
  Menningarnefnd verðas afhent 10 eintök bókarinnar þegar hún kemur út.
  Nefndarmenn sammála um að framvegis þurfi að skila umsóknum með formlegum hætti til nefndarinnar og þær afgreiddar á fundi.
 5. Önnur mál:
  Fyrirspurn frá Jón Jónssyni varðandi Náttúrugripasafn Seltjarnarness:

  "Hafa allir gripir safnsins verið skráðir og er til spjaldskrá um þá?
  Ef ekki þá þarf að vinda bráðan bug að því að skrá safnmunina svo sem uppruna þeirra, aldur ef hægt er go seljanda eða gefanda.
  Svo ættu nöfn gripa að vera skráð bæði á íslensku og latínu."

  Ingveldur Viggósdóttir svaraði því til að allir munir safnsisn væru skráðir eins og best væri á kosið og að nöfn gripanna væri skráð bæði á íslensku og latínu.

  Jón Jónsson lagði fram svohljóðandi tillögu til bókunar:

  "Ég vil leggja til við Menningarnefnd Seltjarnarness að hún beiti sér fyrir stofnun minjasafns eða vísis að minjasafni í plássinu.
  Seltjarnarneshreppur og síðar Seltjarnarneskaupstaður er elsta sveitarfélag á Íslandi og er sárt til þess að vita að þetta menningarsamfélag á bókstaflega engar minjar frá fyrri tíð í eigu sinni.
  Væri þetta verugt verkefni fyrir nefndina og mætti byrja á því að virkja áhugamenn á þessu sviði, ef þeir þá finnast, til þess að safns munum og gögnum frá fyrri tíma, sem minna á mannlíf inna þessara vébanda."

  7. október 1998,
  Jón Jónsson
  fulltrúi Sjálfstæðisfélags Seltirninga í Menningarnefnd.

  Tillögu J.J. var vísað til vinnunefndar sbr. lið 1 í fundargerð.

Fleira gerðist ekki. Næsti fundur verður boðaður síðar.

Fundi slitið kl. 19:30.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?