Fara í efni

Menningarnefnd

4. fundur 10. september 1998

Mætti voru allir aðalfulltrúar. Auk þeirra Pálína Magnúsdóttir og Anna Elín Bjarkadóttir staðgengill bæjarbókavarður.

Dagskrá fundarins:

  1. Málefni bókasafnsins.
  2. Afhending styrks til bæjarlistamanns Seltjarnarness.
  3. Afgreiðsla erindis - fræðslumyndband um Seltjarnarnes.
  4. Önnur mál.

Formaður nefndarinnar setti fund kl. 17:14 og gaf Önnu Elínu Bjarkadóttur orðið.

  1. Málefni bókasafnsins:
    a) Anna Elín kynnti barnadeild safnsins, sem sótt er af börnum á aldrinum 3-12 ára. Taldi hún að æskilegra væri að ráða bókasafnsfræðing til starfa á þessari deild í stað kennara.
    b) Lýsti erfiðleikum safnsins vegna mannfæðar s.l. sumar.
    c) Sagði frá geisladiskasafni og myndbanda og útlánum á tónlistarefni í samvinnu við Tónlistarskólann.
    d) Minntist á sameiginlegt norrænt efni, Orðið í norðri, sem heppnaðist mjög vel og er ætlunin að halda norræna viku 9.-14. nóvember n.k. Í því sambandi verður opnuð lína á alnetinu 11. nóv. n.k.
    e) Rædd lagaleg staða safnsins
    f) Hugmynd um að koma á fót myndlistarsýningum á safninu. Einnig kom fram beiðni um hvort safnið mætti láta strekkja málverk í eigu þess.
    g) Minnst á bókmenntakynningu, sem haldin var í desember s.l. og mæltist vel fyrir.
    h) Rædd laugardagsopnun og samþykkt að hafa safnið opið kl. 13-16 á laugardögum eftirleiðis. Einnig var rætt um að gefa út fréttabréf um starf safnsins.
    I) Uppkast að fjárhagsáætlun fyrir safnið var rædd og heldur umræða um hana áfram á næsta fundi.
  2. Afhending styrks til bæjarlistamanna ákveðin í Koníaksstofu Rauða Ljónsins 26. sept. n.k. kl. 3-5. Þangað verði boðið öllum er sóttu um, nefndarmönnum Menningarnefndar og varamönnum, bæjarstjórn og varamönnum en hvað maka varðar þá er það undir geðþótta hvers og eins komið.
  3. Erindi um myndband: Vísað frá
  4. Önnur mál:
    Arnþór fór fram á að tillaga hans frá 2. fundi fengi afgreiðslu áður en fjárhagsáætlun bæjarins verður samþykkt. Einnig lagði Arnþór fram eftirfarandi tillögu:

    "Menningarnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn Seltjarnarness að ráðist verði í gerð heimildarmyndar um bæjarfélagið. Verði kvikmyndin tilbúin til sýningar hausti 2000. Leitað verði til viðurkenndra kvikmyndagerðarmanna um verkið og varið til þess allt að einni millj. kr. á næstu tveimur árum."

Fleira var ekki gert en fundarmenn gengu til náttúrugripasafns eins og áformað var á s.l. fundi.

Næsti fundur verður kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, 7. október 1998

Fundi slitið kl. 19:21



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?