Fara í efni

Menningarnefnd

3. fundur 24. ágúst 1998

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Jón Jónsson, Guðni Sigurðsson, Ingveldur Viggósdóttir og Arnþór Helgason.

Dagskrá fundarins:

1.    Erindi um styrk vegna heimildamyndargerður um Seltjarnarnes.

2.     Bæjarlistamaður Seltjarnarness 1998.

3.     Önnur mál.

 

Formðaur setti fund kl. 17:41 og las upp bréf, utan dagskrár, frá Herdísi Tómasdóttur, bæjarlistamanni Seltjarnarness 1997, þar sem hún þakkar Lista- og menningarsjóði svo go bæjarstjórn Seltjarnarness fyrir styrkinn og þann heiður, sem sér hafi verið sýndur. Síðan var gengið til dagsskrár.

 

 1. Rætt erindi til bæjarstjórnar frá tveim nemendum í eðlis- og náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, þar sem boðið er upp á gerð heimildarmyndar um Seltjarnarnes. Gert er ráð fyrir að sýning myndarinnar taki u.þ.b. 15- 20 mínútur. Myndi þetta kosta bæjarfélagið kr. 150.000 ef af yrði. Bréf þetta var stílað á bæjarstjórn en var sent áfram til Menningarnefndar.
  Áhugi var hjá nefndarmönnum að athuga þetta nánar. Arnþór Helgason taldi heppilegra að láta gera faglega heimildarmynd unna af fagmönnum. J.J. lagði til a ðafgreiðslu erindisins yrði frestað til næsta fundar, og var það gert.
 2. Val bæjarlistamanns 1998. 12. umsóknir bárust svo og ýmis gögn um umsækjendur. Var farið yfir gögnin og þau metin. Eftir nokkrar umræður varð fyrir valinu Ragna Ingimundardóttir, Strönd, Nesvegi 109, Seltjarnarnesi, sem bæjarlistamaður Seltjarnarness 1998. Var þetta val lagt undir atkvæði.
  Fram kom á fundinum að reglur vantar, sem hægt er að styðjast við er bæjarlistamaður er valinn. Spurningin er hvort um er að ræða beinan styrk til viðkomandi listamanns, eða hvort verið sé að veita listamanninum heiðursverðlaun.
 3. Önnur mál:
  Rætt um tillögu Arnþórs frá 2. fundi nefndarinnar um starfsmann á vegum nefndarinnar.
  Ingveldur Viggósdóttir fór fram á það að nefndarmenn og varamenn nefndarinnar heimsæktu náttúrugripasafnið að loknum næsta fundi.
  Einnig var fjallaðu um bókasafnið og ákveðið að næsti fundur yrði haldinn á bókasafninu fimmtudaginn 10. september n.k. kl. 17:00.

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:04Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?