Fara í efni

Menningarnefnd

30. nóvember 2009

Fundargerð 100. fundar menningarnefndar Seltjarnarness sem haldinn var mánudaginn 30. nóvember 2009 kl. 17:10 heima hjá formanni að Unnarbraut 14 Seltjarnarnesi

Mættir: Unnur Pálsdóttir, Guðbjörg Ragnheiður Guðmundsdóttir, Bjarki Harðarson, Bryndís Loftsdóttir, Sólveig Pálsdóttir formaður stýrði fundi og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram greinagerð bæjarlistmanns 2009. Menningarnefnd vill þakka Ragnheiði Steindórsdóttur fráfarandi bæjarlistamanni fyrir ríkulegt framlag til bæjarfélagsins með listsköpun sinni. Hugmyndaauðgi, fagmennska og dugnaður hafa auðkennt störf listamannsins á líðandi ári. Málsnúmer 2008110021.
  2. Styrkumsókn Listfélagsins Hnykils. Samhljóða samþykkt að styrkja Listfélagið Hnykil um kr. 50.000.- Málsnúmer 2009110039.
  3. Leit að hentugu húsnæði fyrir sumarstarf Leiklistarskóla Bandalagsins. Samkvæmt samtali formanns menningarnefndar við Vilborgu Á. Valgarðsdóttur þá er ekki að finna hentugt húsnæði í eigu Seltjarnarnesbæjar fyrir vikulangan sumarskóla Bandalagsins. Málsnúmer 2009090067.
  4. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2010. Umsóknir um bæjarlistamann Seltjarnarness 2010 voru kynntar og ræddar og nefndin komst að samhljóða niðurstöðu. Bæjarlistamaður 2010 verður útnefndur laugardaginn 16. janúar 2010.  Málsnúmer 2009100019.

 

Fundi slitið kl. 20:00

EC

 

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bryndís Loftsdóttir (sign)

Guðbjörg R. Guðmundsdóttir (sign)

Unnur Pálsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?