Fara í efni

Menningarnefnd

08. júní 2011

106. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn í Eiðisskeri, Bókasafni Seltjarnarness miðvikudaginn 8. júní 2011 kl. 17:15

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Fannar Hjálmarsson, Haraldur Eyvinds Þrastarson og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður
Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir boðuðu forföll

 1. Listaverk til minningar. Málsnúmer 2011010023 Erindi frá Bryndísi Snæbjörnsdóttur um uppsetningu listaverks á bekk við fjöruna í Suðurnesi sem snýr út að flóanum á milli golfvallarins og Gróttu.
  Samþykkt.

 2. Menningarhátíð / Listahátíð í haust. Málsnúmer 2010090044 - Hugmyndir að dagskrá.
  Ræddar voru hugmyndir að dagskrá varðandi listaviku í haust. Hugmyndin er að hún yrði fyrstu vikuna í október og yrði áherslan á ungt fólk.

 3. Jónsmessuganga. Málnúmer 2011050058
  Pálína ræddi Jónmessugöngu menningarnefndar sem verður haldin 23.júní. Gangan verður í umsjón Bókasafns Seltjarnarness að þessu sinni og fjallar um hús á Seltjarnarnesi. Pálína sagði frá því að undirbúningur væri á lokastigi
 4. Endurskoðun reglna um bæjarlistamann.
  Breytingartillaga reglna um bæjarlistamann.
  Lagt er til að liður 2 hljóði svo:

  Menningarnefnd auglýsir eftir umsóknum og/eða óskar eftir rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann, en er þó ekki bundin af slíkum ábendingum. Auglýst skal í dagblöðum og þeim bæjarblöðum sem út koma hverju sinni. Skal umsóknum og/eða ábendingum skilað fyrir 25. nóvember ár hvert.
  Bæjarlistamaður skal tilnefndur í upphafi nýs árs og skal listamaðurinn bera titil þess árs sem nýhafið er.

  Samþykkt.
 5. Menningarmál á Seltjarnarnesi, almennt um.
  Frestað til næsta fundar
 6. Önnur mál.
  Hugmyndir um fjölgun bekkja í bænum ræddar, m.a. í tengslum við minningarskildi. Pálínu falið að senda tölvupóst til umhverfisnefndar þar að lútandi.

Fundi slitið kl. 18:30

PM

Katrín Pálsdóttir (sign)
Fannar Hjálmarsson (sign)
Haraldur Eyvinds Þrastarson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?