Fara í efni

Menningarnefnd

08. mars 2012

109. fundar menningarnefndar Seltjarnarness haldinn í Eiðisskeri, Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 8.mars 2012 kl. 17:15-18:45

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar, Þórdís Sigurðardóttir, Lárus B. Lárusson varamaður í menningarnefnd, Gunnlaugur Ástgeirsson varamaður í menningarnefnd
Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður ritari nefndarinnar.
Haraldur Eyvinds Þrastarson, og Ragnhildur Ingólfsdóttur boðuðu forföll. Bjarni Dagur Jónsson mætti ekki.

Dagskrá

 1. Staðsetning útilistaverks – Skyggnst bak við tunglið – Sigurjón Ólafsson. Málsnúmer 2008020048

  Finna þarf nýja staðsetningu fyrir listaverkið Skyggnst bak við tunglið.
  Til fundarins mætti Þórður Búason skipulags- og byggingarfulltrúi og ræddi mögulegan stað fyrir verkið. Menningarnefnd leggur til að verkið verði staðsett á hringtorgi við Heilsugæslustöð/ Íþróttamiðstöð.
  Þórður Búason vék af fundi.

 2. Gjaldskrá Bókasafns Seltjarnarness 2012. Málsnúmer 2011110053

  Lögð fram gjaldskrá Bókasafns Seltjarnarness fyrir árið 2012. Samkvæmt nýorðnum breytingu á lögum um almenningsbókasöfn þarf stjórn safnsins að samþykkja gjaldskrá bókasafnsins. Því er hún lögð fram nú. Fram kom að fjárhags- og launanefnd samþykkti gjaldskrána í tengslum við fjárhagsáætlun. Samþykkt samhljóða.

 3. Gróttudagurinn – fjölskyldudagur í Gróttu. Málsnúmer 2012020085

  Gróttudagurinn, fjölskyldudagur í Gróttu verður haldinn 21.apríl næstkomandi milli 10:30 og 14:30. Rætt um dagskrá dagsins og fyrirkomulag.

 4. Jónsmessuganga og brenna 2012. Málsnúmer 2011120052

  Rætt um Jónsmessugöngu og brennu 2012.
  Rætt um þema og dagsetningar og samþykkt að fela starfsmönnum menningarsviðs að vinna að undirbúningi göngunnar.

 5. Sýning á Gróttumyndum og Albertsmessa. Málsnúmer 2011100034

  Fyrirhuguð er sýning á Gróttumyndum í Seltjarnarneskirkju, sem opnar 10.júní. Þann dag verður einnig sérstök messa helguð Alberti, síðasta vitaverði í Gróttu. Sýningin er samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Seltjarnarneskirkju. Starfsmönnum menningarsviðs falið að vinna áfram að málinu.

 6. 30 ára afmæli Náttúrugripasafns Seltjarnarness 2012. Málsnúmer 2012020086

  Náttúrugripasafn Seltjarnarness verður 30 ára árið 2012. Rætt um dagskrá sem fyrirhuguð er vegna þessara tímamóta.
 7. Menningarstefna Seltjarnarness lögð fram til upplýsingar og skoðunar. Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með stefnuna. Málsnúmer 2006030018

Fundi slitið kl. 18:43

Katrín Pálsdóttir (sign)
Lárus B. Lárusson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign)
Gunnlaugur Ástgeirsson (Sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?