Fara í efni

Menningarnefnd

56. fundur 02. september 2004

56. fundur menningarnefndar Seltjarnarness , fimmtudaginn 2. september 2004 kl. 17:10-19:00 að Austurströnd 2

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Jakob Þór Einarsson, Sonja B. Jónsdóttir. Afboð: Arnþór Helgason, Bjarni Dagur Jónsson


1. Tillaga að útilistaverki
Mrn: 2003090096

Ólöf Nordal kynnti fyrir nefndinni hugmyndir sínar að útilistaverki á Seltjarnarnesi.
Ákveðið að halda annan fund fimmtudaginn 9. september kl. 17:30 í Bókasafni Seltjarnarness þar sem eingöngu verður fjallað um kaup á útilistarverki.

2. Yfirlit yfir verkefni vetrarins

Útilistarverk er forgangsatriði hjá nefndinni í haust.
Rætt um önnur listaverkakaup.
Seinkun er á útkomu listaverkaheftis sem til stóð að kæmi út í haust. Það kemur þó út í vetur.
Val á bæjarlistamanni 2005.
Menningarhátíð í júníbyrjun 2005. Lagt verður upp með að virkja bæjarbúa sem mest.
Rætt um að hefja fundi vetrarins kl. 17:20.

3. Kynning á verki eftir myndhöggvarann Swanhildi

Listakonan Swanhildur lánaði nefndinni skúlptúrinn Ölduna til skoðunar.

4. Flutningur náttúrugripasafns
Mrn: 2003100068

Pálína gerði grein fyrir gangi vinnu við flutning Náttugripasafns, eða hluta þess, í Bókasafn Seltjarnarness. Búið er að smíða skáp undir fugla safnsins og hafinn undirbúningur undir að setja upp sýningu á gripum í eigu safnsins.

Fundi slitið kl. 19:00

Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Jakob Þór Einarsson (sign)
Sonja B. Jónsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?