Fara í efni

Menningarnefnd

12. desember 2013

115. fundur  menningarnefndar  Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 12. desember 2013 kl. 15:30. 

Mættir:  Katrín Pálsdóttir, formaður, Þórdís Sigurðardóttir, Bjarni Dagur Jónsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Magnea Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs og Soffía Karlsdóttir sem ritaði fundargerð.

Haraldur Eyvind Þrastarson boðaði forföll.

Dagskrá fundarins:

 1. Skyggnst bak við tunglið.  Staða og nýr stöpull.  Málsnúmer : 2008020048
  Farið yfir stöðuna.  Tilboð hefur borist í viðgerð á verkinu, sandblástur og málun.  Soffía f.h. menningarnefndar skrifar greinargerð til Fjárhags- og launanefndar þegar allur kostnaður liggur fyrir þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að fullklára verkið.
 1.  Skýrsla frá Menningarhátíð Seltjarnarness 2013 kynnt.  Málsnúmer: 2013030031
  Skýrslan samþykkt.
 2. Hátíðahöld vegna 40 ára kaupstaðaréttinda Seltjarnarness 9. apríl.  Málsnúmer:  2013030033.
  Farið yfir hugmyndir um viðburði á afmælisárinu.  Lagt til að skipuð verði ritnefnd að tímariti sem gefið verði út í kringum afmælið.  Búið er að gera starfshóp sem mun koma saman í fyrsta sinn í byrjun árs 2014, hópurinn samanstendur af stjórnendum helstu stofnunum bæjarins.
 1. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2014.  Málsnúmer:  2013090043
  Umsóknir um bæjarlistamann Seltjarnarness 2014 voru kynntar og ræddar og nefndin komst að samhljóða niðurstöðu.  Bæjarlistamaður hlýtur nafnbótina formlega í Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 25. janúar 2014.  Nefndarmenn lýsa ánægju sinni með hversu ungir margir umsækjendur eru.  Soffíu er falið að hafa samband við umsækjendur með það fyrir augum að virkja þau á afmælisárinu gegn einhverri þóknun.
 1. Önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 16:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?