Fara í efni

Menningarnefnd

04. desember 2014

119. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 4. desember 2014 kl. 16:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Ásta Sigvaldadóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Ingunn Þorláksdóttir.
Áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs var Tómas Helgi Kristjánsson. Lillý Óladóttir og boðaði forföll.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð

 1. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015. Umsóknir og tillögur kynntar vegna vals úr innsendum tillögum. Málsnúmer 2014080013

  Yfirfarið og Bæjarlistamaður 2015 valinn. Nafnbótin kynnt laugardaginn 24. janúar 2015 eða sem næst því þegar hentar listamanninum. Öðrum umsækjendum verði boðið að taka þátt í menningarhátíð 2015.

 2. Blómálfar kynna hugmynd um nýtingu á Eiðistorgi. Málsnúmer 2014120004

  Á fundinn mættu fulltrúar Blómálfa þeir Sæmundur E. Þorsteinsson, Jóhann Þór Magnússon og Dýri Guðmundsson. Sviðsstjóra falið að fara með erindið til bæjarráðs og athuga hvort unnt sé að ráða umsjónarmann með torginu sem tilraunaverkefni.

 3. Minnisvarði um látna Seltirninga. Frumdrög að minnismerki lögð fram til kynningar og samþykktar. Málsnúmer 2014090002
  Sviðsstjóra falið að vinna áfram með málið og leita samstarfsaðila og í framhaldinu að leggja fram formlega beiðni um aukafjárveitingu til bæjarstjórnar.

 4. Umsókn um styrk vegna þátttöku í hátíðarhöldum vegna 100 ára kosningaréttar kvenna lögð fram til samþykktar. Málsnúmer 2014090058

  Umsókn lögð fram og samþykkt.

 5. Menningardagskrá Bókasafns Seltjarnarness 2015. Drög lögð fram til samþykktar. Málsnúmer 2014120003

  Dagskrá lögð fram og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

 6. Unglingadeild Bókasafns Seltjarnarness. Tillaga Theresu Himmer lögð fram til samþykktar. Málsnúmer 2014050016

  Tillaga Theresu Himmer samþykkt og sviðsstjóra falið að vinna áfram með hugmyndina.

 7. Upptaka á Seltjarnarneslagi Jóhanns Helgasonar kynnt. Málsnúmer 2014080032

  Hinni nýju upptöku af Seltjarnarneslaginu vel tekið og sviðsstjóra falið að finna verðugt tækifæri til að kynna það og gera öllum Seltirningum það aðgengilegt.

 8. Önnur mál.

  Formaður nefndarinnar, Katrín Pálsdóttir, kynnir hugmyndir um nýtt hlutverk Gamla Mýrarhúsaskóla.. Sviðsstjóra falið að kynna hugmyndina fyrir bæjarstjórn skv. minnisblaði KP.

  Formaður tilkynnir að átta fundir verða á næsta ári.

Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn fimmtudaginn 15. janúar kl. 11-13.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.18:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?