Fara í efni

Menningarnefnd

19. febrúar 2015

121. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 19. febrúar 2015 kl. 11:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Sigurþóra Bergsdóttir og Ingunn Þorláksdóttir. Ásta Sigvaldadóttir boðaði forföll. Áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson boðuðu forföll.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð

  1. Beiðni um styrk fyrir Hljómsveitina Moonshine Band. Málsnúmer 2014120034

    Styrkbeiðni hafnað. Menningarnefnd þarf að taka afstöðu til fjölmargra umsókna á ári hverju og getur því miður ekki orðið við þessari beiðni.

  2. Unglingadeild Bókasafns Seltjarnarness. Samþykkt bæjarráðs um að veita viðauka til verkefnisins. Málsnúmer 2014050016

    Bæjarráði þakkað fyrir framlagið. Ánægja nefndarmanna með framkvæmd og hönnun Bókasafnsins. Breytingar verða tilbúnar 12. mars og verður unglingadeildin þá formlega tekin í notkun.

  3. Minnisvarði um látna Seltirninga. Staða verkefnis. Málsnúmer 2014090002

    Erindi um styrk liggur fyrir hjá tveimur aðilum. Sviðsstjóra falið að skoða aðrar staðsetningar með listamanni.

  4. Utan- og innanhússmerkingar á Bókasafni Seltjarnarness. Málsnúmer. Málsnúmer 20150200037

    Samþykkt að byrja að setja upp merkingar á þessu ári og halda þeim áfram á næsta ári, skv. tillögum Elsu Nielsen.

  5. Félagsheimili Seltjarnarness (FS). Guðmundur Jón Helgason formaður stjórnar FS kemur á fundinn. Málsnúmer 2015020041
    Guðmundur Jón Helgason rekur stöðu Félagsheimilisins. Þar vantar fjármuni til að koma húsinu í viðunandi horf og rafmagn og sviðsbúnaði er ábótavant til að standast nútímalegan samanburð. Nefndin telur Félagsheimilið vera mikilvæg menningarverðmæti í bæjarfélaginu sem verður að viðhalda. Félagsheimilið er nauðsynlegur vettvangur fyrir félagasamtök, skóla og aðrar stofnanir bæjarins og því mikilvægt að móta stefnu um það sem allra fyrst. Nefndin leggur til að stjórn FS setji saman stefnumótun um framtíðarsýn Félagsheimilisins.

  6. Niðurstöður vinnustaðagreiningar Capacent 2014. Málsnúmer 2015020039

    Niðurstöður könnunarinnar kynntar. Ánægja er með góða svörun og vaxandi jákvæðni starfsmanna. Engin ástæða er fyrir umbótahópa að taka til starfa.

  7. Heimild um herstöðina Seltjarnarnes. Málsnúmer 2015020043

    Sviðsstjóra falið að skoða verkefnið með skipulagsfulltrúa bæjarins.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Ingunn vék af fundi kl. 13:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?