Fara í efni

Menningarnefnd

12. nóvember 2015

126. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 12. nóvember 2015 kl. 11:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Ásta Sigvaldadóttir og Sigurþóra Bergþórsdóttir. Oddur J. Jónasson boðaði veikindaforföll.
Fjarverandi voru Tómas Helgi Kristjánsson og Lillý Óladóttir áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins:

  1. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016. Málsnúmer 2015100059

    Samkvæmt reglum um Bæjarlistamanna Seltjarnarness er umsóknarfrestur til 25. nóvember. Farið verður yfir umsóknir og ábendingar á næsta fundi menningarnefndar 3. desember. Tilnefningin fer fram á föstudegi í janúarlok 2016.

  2. 130 ára afmæli Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2014100043

    Dagskrá afmælis lögð fyrir og samþykkt.

  3. Merkingar á Bókasafni og Gallerí Gróttu. Málsnúmer 2015020037

    Lokið verður við að merkja Bókasafn Seltjarnarness og Gallerí Gróttu innan og utandyra á Eiðistorgi fyrir 20. nóvember að öllu óbreyttu, skv. hugmyndum sem kynntar hafa verið.

  4. Uppsögn á starfi í Bókasafni Seltjarnarness. Málsnúmer 2015090209

    Starfsmaður í 20% starfi lætur af störfum, en ekki verður ráðið í hennar stað.

  5. Barnamenningarhátíð 2016. Málsnúmer 2015110021

    Lagt er til að menningarsviðið leggi kr. 300.000 til Barnamenningarhátíðar sem Reykjavíkurborg hefur lýst vilja yfir að halda sameiginlega með bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hátíðin verður haldin 19.-25. apríl. Grunnskóli og leikskóli Seltjarnarness verði hvattir til að leiða verkefnið og sækja um úr sjóðnum. Upphæðin verður endurskoðuð að ári.

  6. Samningur um markaðsstarf. Málsnúmer 2015090087

    Samstarfssamningur um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu lagður fyrir til kynningar. Bæjarráð hefur samþykkt samninginn og tilnefnt Soffíu Karlsdóttur sem tengilið við verkefnið.

  7. Minnisvarði fyrir látna Seltirninga, staðan. Málsnúmer 2014090002

    Verið er að skoða staðarhætti með listamanninum.

  8. Menningarsvið á fjárhagsáætlun 2016. Málsnúmer 2015090180

    Hugmyndir um áherslur í starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins lögð fram til kynningar.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:45

l

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?