Fara í efni

Menningarnefnd

03. desember 2015

127. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 3. desember 2015 kl. 11:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Ásta Sigvaldadóttir, Sigurþóra Bergþórsdóttir og Oddur J. Jónasson.
Fjarverandi voru Tómas Helgi Kristjánsson og Lillý Óladóttir áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins:

 1. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016. Málsnúmer 2015100059

  Farið yfir umsóknir og Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016 valinn. Formaður menningarnefndar mun tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Tilkynnt verður opinberlega um valið við hátíðlega athöfn í janúar 2016.

 2. Gjafir vegna 130 ára afmælis Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2014100043

  Menningarnefnd lýsir yfir mikilli ánægju með gjafir bæjarsjóðs til Bókasafns Seltjarnarness og gleðst yfir auknum bókakosti fyrir unglinga.

 3. Skiltamerkingar. Málsnúmer 2015110048

  Hugmyndir Péturs Jónssonar um samræmdar merkingar teknar fyrir og ræddar. Lagt til að val fagmanna verði ofan á við efnisval og hönnun og sé í góðu samræmi við hleðslurnar við bæjarmörkin.

 4. Skýrsla Menningarhátíðar Seltjarnarness 2016 lögð fram til samþykktar. Málsnúmer 2014120003

  Greinargerð um Menningarhátíð Seltjarnarness 2015 samþykkt. Menningarnefnd lýsir ánægju með vel heppnaða hátíð og lýsir ánægju með hversu vel hún var sótt. Einnig með mikla og góða umfjöllun í prent- og ljósvakamiðlum. Sviðsstjóra menningar- og samskiptasviðs eru færðar þakkir fyrir vel lukkaða hátíð.

 5. Fundir árið 2016. Málsnúmer 2015010027

  Fundir verða haldnir á nýju ári sem hér segir:

  4.2., 3.3., 7.4. og 12.5. kl. 11-13.

 6. Eiðistorg – Kynning Laufeyjar Jónsdóttur og Þóreyjar Bjarkar Halldórsdóttur. Málsnúmer 2014120004
  Hugmyndir Laufeyjar og Þóreyjar kynntar og verða ræddar áfram út frá vinnu nefndar um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?