Fara í efni

Menningarnefnd

04. febrúar 2016

128. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 4. febrúar 2016 kl. 11:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Ásta Sigvaldadóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Oddur J. Jónasson. Áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs voru Eva Kolbrún Kolbeins og Gunnar Helgason. Sjöfn Þórðardóttir varaformaður boðaði forföll.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta var samþykkt

  1. Hvatningasjóður fyrir unga og efnilega listamenn. Málsnúmer 2016020008
    Nefndin óskar eftir því að sjóðurinn verði framvegis á reglulegri fjárhagsáætlun menningarsviðs frá og með næstu áramótum. Lagt er til að úthlutað verði úr sjóðnum kr. 200.000 árlega. Unnið verði að reglum um sjóðinn sem verða tilbúnar í vor.
  2. Amlóði eftir Magnús Tómasson. Málsnúmer 2016010064
    Sviðsstjóra menningarsviðs er falið að kanna aðstæður og hvaða úrræði eru í boði.
  3. Vetrarhátíð og Safnanótt 2016. Málsnúmer 2016010153
    Dagskrá Bókasafns Seltjarnarness lögð fram til samþykktar.
  4. Barnamenningarhátíð 2016. Málsnúmer 2015110021
    Minnisblað lagt fram. Barnamenningarhátíð á Seltjarnarnesi verður haldin miðvikudaginn 20. apríl. Stuðlað verði að því að hátíðin verði haldin árlega í samstarfi við fræðslusvið bæjarins.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?