Fara í efni

Menningarnefnd

03. mars 2016

129. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 3. mars 2016 kl. 11:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Ásta Sigvaldadóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Oddur J. Jónasson. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var Gunnar Helgason.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta var samþykkt:

  1. Styrkbeiðni v. Guðríðarhátíðar. Málsnúmer 2016020035
    Samþykkt að veita verkefninu styrk að upphæð kr. 450.000,- Þar af eru kr. 250.000,- metnar sem kostnaður vegna æfinga- og flutningshúsnæðis í Lækningaminjasafninu. Eftirstöðvar verða greiddar út að flutningi loknum.
  2. Hvatningasjóður fyrir unga og efnilega listamenn. Málsnúmer 2016020008
    Bæjarráð hefur vísað erindinu til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.
  3. Amlóði eftir Magnús Tómasson. Málsnúmer 2016010064
    Garðyrkjustjóri hyggst sjá til þess að jarðvegur umhverfis verkið verði fjarlægður og verkið fært í upprunalegt horf í vor. Verður listamaðurinn hafður með í ráðum. Lagfæring á stálfótum er í athugun.
  4. Merkingar á Bókasafni Seltjarnarness. Málsnúmer 2015020037
    Merkingum innan- og utandyra á Bókasafni og Gallerí Gróttu er lokið. Viðræður standa yfir um nýjar bóka- og upplýsingamerkingar á safnkosti.
  5. Myndabanki – kynning – Ljósmyndasafn. Málsnúmer 2015040214
    Ákveðið hefur verið að ganga að tilboði Data Dwell um nýjan myndagrunn sem hýsa á gamlar og nýjar myndir í stafrænu formi.
  6. Nesstofa - Sýningarhald 2016. Málsnúmer 2016020125
    Menningarsvið hefur gert samkomulag við Þjóðminjasafnið um sýningarhald í Nesstofu í sumar.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?