Fara í efni

Menningarnefnd

20. september 2016

132. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness þriðjudaginn 20. september 2016 kl. 11:00

Mættir: Ásta Sigvaldadóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Oddur J. Jónasson. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var Eva Kolbrún Kolbeins.

Sjöfn Þórðardóttir boðaði forföll.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta var samþykkt:

  1. Eiðistorg – Endurbætur. Málsnúmer 2016070035
    Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri rakti núverandi stöðu torgsins. Nefndin leggur til að sviðsstjóri menningarsviðs ræði við rekstraraðila/rekstrarfélag torgsins um hvaða hugmyndir þeir hafi um framtíð þess.
  2. Erindi Árna Rúnars Sverrissonar um kaup á listaverki. Sjá nánari upplýsingar um listamanninn á www.internet.is/arnirunar. Málsnúmer 201609123
    Menningarnefnd þakkar Árna Rúnari Sverrissyni fyrir sýningarhaldið í Gallerí Gróttu. Því miður eru listaverkakaup ekki á fjárhagsáætlun sviðsins á þessu ári. Nefndin leggur til að mótuð verði stefna bæjarins í listaverkakaupum og úthlutun menningarstyrkja.
  3. Erindi Páls Steingrímssonar um hlutdeild Seltjarnarnesbæjar í myndbandi og myndefni um Gróttu. Málsnúmer 2016080479
    Menningarnefnd hvetur Pál til að halda verkefninu áfram en sér ekki fram á að geta styrkt verkefnið fjárhagslega að svo komnu máli.
  4. Erindi Rúnu Gísladóttur um varðveislu brúðusafns. Málsnúmer 2014080031
    Menningarnefnd kann að meta það traust sem Rúna sýnir bæjarfélaginu með varðveislu á brúðusafni hennar. Sökum aðstöðuleysis sér nefndin sér ekki fært að taka á móti safninu og sýna því þann sóma sem því ber. Beiðninni er því hafnað öðru sinni.
  5. Laugardagsopnun Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2016090124
    Menningarnefnd styður eindregið laugardagsopnun Bókasafns Seltjarnarness sem lið í aukinni samveru barna og foreldra. Erindi verði vísað til bæjarráðs.
  6. Kostnaðaráætlun vegna Minnisvarða fyrir látna Seltirninga. Málsnúmer 2014090002
    Menningarnefnd telur einstakt tækifæri felast í því að eignast listaverk eftir listamanninn. Auk þess er bent á að bærinn hefur ekki keypt listaverk í 11 ár. Erindinu er vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
  7. Drög að úthlutunarreglum fyrir Hvatningarsjóð fyrir unga listamenn. Málsnúmer 2016020008
    Drög að reglum eru samþykkt og verða endanlegar reglur sendar bæjarráði.
  8. Kynning á dagskrá Bókasafns Seltjarnarness haust/vetur 2016. Málsnúmer 2016090121
    Nefndarmenn lýsa ánægju sinni með metnaðarfulla dagskrá sem framundan er á Bókasafni Seltjarnarness.
  9. Fundartímar menningarnefndar. Málsnúmer 2016020029

Fundartímar nefndarinnar verða kl. 8:00 á mánudagsmorgnum 31.október og 5. desember.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?