Fara í efni

Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

5. fundur 08. maí 2025 kl. 16:00 - 16:50 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

Mættir: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Halldóra Sanko, Jóhanna Ó. Ólafsdóttir Ásgerðardóttir, Lárus Thor Valdimarsson og Heiðbjörk Hrund Grétarsdóttir.

Fundi stýrði: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, formaður notendaráðs.

Forföll: Hákon Jónsson og Sigríður Heimisdóttir.

Fundargerð ritaði: Jóhanna Ó. Ólafsdóttir Ásgerðardóttir umsjón með málefnum fatlaðs fólks og starfsmaður nefndar. 

Dagskrá:

1. Málsnr. 2025040047- Reglur Seltjarnesbæjar um akstursþjónustu

Reglurnar voru lagðar fyrir bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar og samþykktar þann 8. Maí 2024 og samþykktar 2. Desember 2024 af bæjarstjórum Garðabæjar, Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Reglurnar eru lagðar fram til kynningar og umræðu.

Bókun

Reglurnar voru lagðar fram í notendaráði þann 8. maí 2025 og samþykktar.

2. Málsnr. 2025040046 - Reglur Seltjarnarnesbæjar um stuðningsfjölskyldur

Að beiðni fjölskyldunefndar eru eftirfarandi reglur lagðar fram til kynningar og umsagnar notendaráðs fatlaðs fólks.

Bókun

Tillögurnar voru lagðar fram í notendaráði þann 8. maí 2025 og var eftirfarandi bókun gerð:

,,Notendaráð fatlaðs fólks samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að reglum Seltjarnarnesbæjar um stuðningsfjölskyldur“

3. Málsnr. 2025040044 - Reglur Seltjarnarnesbæjar um notendasamninga

Að beiðni fjölskyldunefndar eru eftirfarandi reglur lagðar fram til kynningar og umsagnar notendaráðs fatlaðs fólks.

Bókun

Tillögurnar voru lagðar fram í notendaráði þann 8. maí 2025 og var eftirfarandi bókun gerð:

,,Notendaráð fatlaðs fólks samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að reglum Seltjarnarnesbæjar um notendasamninga“ Ábending að hafa bæði lágmarkstíma og hámarkstíma. Hámarkstími skal vera 248 tíma í heildina 60 tímar í stuðningsþjónustu og 188 tíma í stoðþjónustu.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi slitið kl. 16:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?