Fara í efni

Öldungaráð

29. júní 2017

Sjötti fundur Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar var haldinn á bæjarskrifstofunum að Austurströnd 2 hinn 29. júní 2017 kl. 15:00 til 16:30

Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Magnús Oddsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Birgir Vigfússon. Þóra Einarsdóttir var í sumarleyfi og ekki náðist í varamann.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir nýkjörinn formaður Landssambands eldri borgara var gestur fundarins.

Auk þess sat Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri bæjarins fundinn og var fundarritari.

  1. Mál efst á baugi hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara (LEB) gerði grein fyrir helstu málum sem brenna á eldri fólki undir yfirskriftinni "Meinlegustu vandamál eldri borgara, sem stjórnvöld geta leyst" Ályktanir landsfundar LEB frá í haust hafa skapað mörg verkefni. Almannatryggingafrumvarpið sem varð að lögum um s.l. áramót hefur haft mjög neikvæð áhrif vegna mjög þröngra tekjuviðmiða varðandi skerðingu bóta. Hefur þetta haft áhrif á tekjur eldra fólks í hlutastörfum. Skerðingarmörk almannatrygginga hérlendis gagnvart lífeyrissjoðum er þau hæstu á Noðurlöndunum. Einnig er Ísland eina landið af þeim sem ekki greiðir ákveðnum hópi eldra fólks neitt úr almannatryggingakerfinu. Telur Þórunn að vankunnáttu hafi gætt hjá alþingismönnum við afgreiðslu frumvarpsins. Þórunn benti á varðandi framkvæmdasjóð aldraðra að breyta þyrfti honum á þann veg að hann sinni eingöngu fjármögnun hjúkrunarheimila en hætti að fjármagna rekstur líkt og verið hefur í mörg ár. Gjöld í framkvæmdasjóð eru nefskattur en hættan er sú að slíkir skattar séu misnotaðir í annað. Um 100 manns teppa rými á LSH og einnig er 100 manna biðlisti eftir dagdvöl fyrir eldri borgara. Horfa þarf til fleiri úrræða fyrir aldraða, m.a. hefur verið litið til Hollands og þá Humanitans - hugmydafræðinnar. Eru heimili í anda hennar í Rotterdam og víðar. Gengur hugmyndafræðin út á að blanda saman kynslóðum, m.a. með því að hafa stúdentaíbúðir við hlið íbúa eldri borgara og vinna stúdentar þá við að aðstoða eldra fólk.

    Þórunn benti á að heilsa hins fríska glatast hratt þegar annað hjóna hefur misst heilsuna. LEB mun herja á stjórnvöld í haust með breytingar á almannatryggingum og eiga fund með öllum flokkum. Munu einnig funda með velferðarráðherra. Verið að skoða mannréttindamál, m.a. verið að kanna hvort það sé lögbrot að setja lög um hve lengi fólk má vinna sökum aldurs. Mjög margir vilja halda áfram í hlutastörfum eftir sjötugt. Heilsa fólks er margbreytileg og margir fullvinnufærir langt fram yfir sjötugt. Janus Guðlaugsson doktor hefur gert heilsufarsrannsóknir á eldri borgurum og próf. Hreyfing daglega getur seinkað öldrun um 5 til 10 ár. Þetta þarf að taka föstum tökum að hvetja 60+ í hreyfingu. Balletskóli Eddu Scheving, silfursvanirnir, hafa t.d. boðið upp á dansnámskeið. Kjaramálin vega þyngst og svo heilsuefling. Vangaveltur eru um hvort eigi að stefna ríkisvaldinu. Mismunun er milli einhleypra og hjónafólks í þeim hækkunartillögum á ellilífeyri sem samþykktar voru nýverið. Benti á mikilvægi þess að fólk geri tekjuáætlanir inn á heimasíðum Tryggingastofnunar inn á mínum síðum til að forðast bakreikninga en fólki hættir til að gleyma því. Ýmsir aðrir þættir geta haft áhrif á greiðslur frá T.r. svo sem söluhagnaður eigna, arfur og fleira. T.r. er að leiðbeina fólki með hvernig það á að haga sínum fjármálum áður en það sækir um lífeyri en margir átta sig ekki á því að sækja slíka fræðslu. Einnig vantar fræðslu um erfðarétt, m.a. hjá sambúðarfólki. Til er leiðbeiningarforrit um gerð erfðaskráa. Virðing er það sem vantar gagnvart eldra fólki. FEB heldur fræðslufundi, m.a. hefur verið fjallað þar um tryggingafélögin. Oft er fólk margtryggt eins og á ferðalögum erlendis. Verið að skoða hvort brjóta megi á aflahæfi fólks. Eldri borgarar hafa ekki samningsrétt og því er staða þeirra erfiðari en launþega. Lyf eru dýr hérlendis, eins eru tannlækningar dýrar. Reglugerð Guðbjarts Hannessonar f.v. félagsmálaráðherra varðandi tannlækningar sem hefði kostað 800 milljónir komst ekki til framkvæmda vegna fjárskorts. Gæði heyrnartækja eru mjög mismunandi en þau kosta frá 100 – 500 þúsund en T.r. styrkir að hámarki um 100 þús. Leb þiggur allan stuðning í þessum baráttumálum. Það hefur stutt við bakið á Landsbjörgu um slysavarnir í heimahúsum en um 2000 slys verða árlega í heimahúsum. Farið er með gátlista heim til fólks og kannaðar aðstæður. Fyrirspurn um hvort aldraðir hafi alvarlega hugleitt stofnun flokks. Það er flókið mál, og mikil hjarðhegðun hjá fólki þegar kemur að því að skipta um flokk. Ráðherrar og þingmenn hafa mest áhrif þegar komið er að beytingum. Stefnan að heimsækja þá og ræða velferðarpólitík. Rætt um regluverk T.r. en þjónustan hefur verið bætt mjög. Hugmynd er hjá Leb um 6 manna samstarfshóp til að vinna að breytingum á kjörum eldri borgara. Þrennt brennur aðallega á eldra fólki: tekjuskerðing v. frítekjumarks, lífeyrissjóðaskerðing (45% skerðing) og grunnlífeyrisskerðing/afnám hjá þeim tekjuhærri. Í lokin voru umræður og þakkaði Ólafur formaður Þórunni fyrir ítarlegt og gott erindi. Einn fundarmanna benti á að ballettskóli Guðbjargar byði upp á hreyfinámskeið fyrir eldri reyndari og greindari. Afhenti formaður ráðsins Þórunni fundargerðir Öldungaráðs til aflestrar og upplýsingar.
  2.  Í lok fundar fóru fundarmenn ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur og bæjarstjóra og félagsmálastjóra og skoðuðu gang framkvæmda við hjúkrunarheimilið í Nesi og greindi bæjarstjóri frá ferlinu og skipulagi heimilisins.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið.

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?