Fara í efni

Öldungaráð

11. júlí 2018

Tíundi fundur Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar (ÖS) var haldinn á bæjarskrifstofunum að Austurströnd 2 hinn 11. júlí 2018 kl. 15:00 til 15:45

Mættir: Petrea I Jónsdóttir formaður, Birgir Vigfússon, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Magnús Oddsson og Þóra Einarsdóttir. Auk þess sat Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri fundinn og var fundarritari.

  1. Petrea I Jónsdóttir formaður ráðsins setti fundinn og fór yfir dagskrá fundarins.
  2. Kynnt bréf Velferðarráðuneytisins dags. 18.06.2018 um ný og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem taka gildi þann 1.10.2018. Í lögunum er m.a. kveðið á um skipan öldungaráða og verkefni þeirra. Farið yfir verkefnin og því beint til bæjarstjórnar að skipað verði í ráðið skv. lögunum fyrir gildistöku þeirra.
  3. Farið yfir helstu mál fráfarandi ráðs og rædd þau mál sem standa upp úr og núverandi ráð vill vinna frekar að samhliða nýjum verkefnum. Þau eru afslættir á fasteignagjöldum og heilsuefling aldraðra. Nýtt ráð vill leggja áherslu á að endurskoðaðir verði afslættir af fasteignagjöldum til hagsbóta fyrir eldra fólk. Skoðað verði nánar hvernig afsláttarkerfið er að virka. Samþykkt að taka fyrir á næsta fundi ráðsins. Einnig samþykkt að ræða nánar heilsueflingu eldra fólks.
  4. Önnur mál.
  1. GAS spurðist fyrir um hvernig eldra fólki hefði líkað heilsuefling sem í boði hefur verið á Skólabraut í sumar. Eva Katrín Friðgeirsdóttir sumarstarfsmaður á Skólabraut hefur verið með leikfimi fyrir aldraða og kom fram meðal fundarmanna að mikil ánægja er með hennar störf. Eva lauk nýlega BA ritgerð um skipulagt íþróttastarf fyrir eldri borgara í íþróttahúsum landsins. Bent á að í nýju íþróttahúsi verður lyftingasalur sem gæti e.t.v. nýst eldra fólki.

  2. Rætt um að skoða nýtingu á dagdvöl aldraðra þegar hún flyst í hjúkrunarheimili í þágu félags- og tómstundastarfs eldra fólks.

  3. MO benti á að það vantar inniaðstöðu fyrir elda fólk til göngu. Gæti hugsanlega verið í endurbættu og nýju íþróttahúsnæði.

  4. ÞE Spurst fyrir um byggingu hjúkrunarheimilis. Upplýst að það gengi skv.áætlun og yrði tilbúið í kringum næstu áramót.

  5. Öldungaráð ítrekar við bæjarstjórn að ráðið á að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og umsagnar í málefnum eldri borgara.

  6. Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 6.9.18 kl. 15:00

Fundi slitið 16:35

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?