Ellefti fundur Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar (ÖS) var haldinn á bæjarskrifstofunum að Austurströnd 2 hinn 25. september 2018 kl. 15:00 til 16:00
Mættir: Petrea I Jónsdóttir formaður, Birgir Vigfússon, Sigurþóra Bergsdóttir, Magnús Oddsson og Þóra Einarsdóttir. Auk þess sat Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri fundinn og var fundarritari.
1. Petrea I Jónsdóttir formaður setti fundinn, lagði fram fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt og fór yfir dagskrá fundarins.
2. Fasteignagjöld ellilífeyrisþega. Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar mætti á fundinn og kynnti reglur um afslætti á fasteignagjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Fór yfir hvernig afsláttur skiptist á örorku- og ellilífeyrisþega eftir aldri m.v. 5 ára aldurstímabil. Á síðasta ári námu afslættir af fasteignagjöldum um 28 milljónum. Kynnt tekjuskipting meðal íbúa í bæjarfélaginu m.v. útsvarsgreiðslur. Magnús Oddsson greindi frá því að aukin afsláttur fasteignagjalda væru algengustu ábendingar frá félögum í Félagi eldri borgara á Seltjarnarnesi.
3. Íþróttir fyrir eldri borgara. Petrea I Jónsdóttir kynnti hugmyndir Gróttu um opnun íþróttamiðstöðvarinnar fyrir eldra fólki og lagði fram minnisblað Evu Katrínar Friðgeirsdóttur um það.
Tillaga kom frá formanni að fá fulltrúa Gróttu, þau Evu Katrínu og Kára Garðarsson, á næsta fund. Öldungaráð óskar eftir umræðu í bæjarráði um tómstundastyrki fyrir eldra fólk og hvort þeir verði settir inn í fjárhagsáætlun næsta árs og þá í hvaða formi. Einnig er óskað eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mæti á næsta fund ráðsins og greini frá verkefninu „Heilsueflandi samfélag“.
4. Önnur mál.
A) Með vísan til fundargerðar Öldungaráðs frá 14.3.18 er óskað eftir fundi ráðsins með bæjarstjóra og Félagi eldri borgara.
B) Spurst fyrir um stöðu hjúkrunarheimilisins. Framkvæmdum við það lýkur í október og húsið á að verða fullbúið um áramót.
Fundi slitið 16:00
Snorri Aðalsteinsson