Fara í efni

Öldungaráð

10. desember 2018

Tólfti fundur Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar (ÖS) var haldinn á bæjarskrifstofunum að Austurströnd 2 hinn 10. desember 2018 kl. 15:00 til 16:00

Mættir: Petrea I Jónsdóttir formaður, Birgir Vigfússon, Magnús Oddsson og Þóra Einarsdóttir. Auk þess sat Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri fundinn og var fundarritari.

  1. Íþróttir fyrir eldri borgara. Kári Garðarsson íþróttastjóri Gróttu og Eva Katrín Friðgeirsdóttir þjálfari hjá Gróttu mættu á fundinn og kynntu þau verkefnið: Opnun íþróttamiðstöðvar Gróttu fyrir eldri borgara. Markmið verkefnisins er að bjóða eldri bæjarbúum að koma í íþróttamiðstöðina og fá þar margþætta hreyfingu og þjálfun. Þetta er hugsað fyrir alla eldri borgara, ekki síst þá í yngri kanntinum því að þeir eldri hafa margir sótt þjálfun í félagsaðstöðunni á Skólabraut 3 - 5. Boðið yrði upp á göngu- og styktarþjálfun, boccia o.fl. Mögulegt verður að kalla til gestakennara öðru hvoru. Einnig þarf einhvern búnað, svo sem létt lóð, bolta o.fl. Öldungaráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að taka upp samstarf við Gróttu um þetta verkefni til reynslu þegar íþróttahúsið opnar eftir breytingar í vor og koma að þeim kostnaði sem því fylgir. Rætt um að hafa kynningarfund á vegum Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi um verkefnið. Tillögur Evu Katrínar frá Gróttu eru fylgiskjal með fundargerðinni.
  2. Heilsuefling eldri borgara í sveitarfélögum – Erindi Janusar Guðlaugssonar lagt fram og verður tekið upp síðar.
  3. Fjarnám í frístundum á efri árum. Bréf frá Hildigunni Gunnarsdóttur, náms og starfsráðgjafa og varabæjarfulltrúa. Petrea kynnti bréfið. Samþykkt að fá Hildigunni á næsta fund ráðsins.
  4. Önnur mál.
    A. Öldungaráð leggur til að keyptur verði hljóðmagnari til að nota í salnum á Skólabraut.
    B. Spurst fyrir um breytingar á samþykktum um öldungaráð. Breyta þarf samþykktum bæjarstjórnar og samþykktum um öldungaráðið í kjölfar nýrra laga frá 1.10.18. Unnið er að breytingunum.
    C. Stjórn Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi sendi bæjarstjórn bréf fyrir um þremur vikum með ýmsum spurningum sem snerta starfsemi öldungaráðsins.

Fundi slitið 16:00

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?