Fara í efni

Öldungaráð

06. mars 2019

Þrettándi fundur Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar (ÖS) var haldinn á bæjarskrifstofunum að Austurströnd 2 hinn 6. mars 2019 kl. 15:00 til 16:00

Mættir: Petrea I Jónsdóttir formaður, Birgir Vigfússon, Magnús Oddsson, Kristján Hilmir Baldursson, Sólveig Þórhallsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þóra Einarsdóttir. Auk þess sat Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri fundinn og var fundarritari.

  1. Fullorðinsfræðsla á netinu/fjarnám í frístundum á efri árum. Hildigunnur Gunnarsdóttir menntunarfræðingur mætti á fundinn og kynnti verkefnið sem fjallar um vaxandi möguleika eldra fólks til fræðslu á netinu og víðar. Hentar mörgum sem eru að komast á eftirlaunaaldur frekar en hefðbundið tómstundastarf. Mikil gerjun er í þessari fræðslu og samskiptum tengdum henni víða. Rætt um samstarf við vinabæi Seltjarnarness um verkefnið og bent á að fá má styrki frá Erasmus til að koma á samskiptum og miðlun. Kynningarglærur á verkefninu fylgja fundargerð.
  2. Heilsueflandi samfélag“ Haukur Geirmundsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom á fundinn og kynna verkefnið. Verkefnið er nýhafið, var sett af stað 24.10.2018 og er samstarfsverkefni Landlæknis og sveitarfélaganna. Verkefnið snýst um lýðheilsu í víðum skilningi. Kynnt með glærum. Markmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan. Stefnumótunin er þverfagleg á öll svið bæjarins. Verið er að dreifa hreyfispjöldum á öll heimili 75 ára Seltirninga og eldri í bænum. Formaður þakkaði góða kynningu og áhugavert verkefni.
  3. Þjónusta við eldri borgara á þessu ári og greiðsluþátttaka. Snorri svaraði fyrirspurn Guðmundar Ara og greindi frá breytingum á gjaldskrá og upplýsti um að þjónustustig á þessu ári verður það sama og verið hefur. Rætt um að skoða betur aðsókn að félags- og tómstundastarfinu og kanna nýgengi á námskeið og handavinnu. Ákveðið að fá umsjónarmann félags- og tómstundastarfs á næsta fund.
    Öldungaráð bókaði eftirfarandi: Öldungaráð hvetur bæjarstjórn til að gæta hófs þegar kemur að hækkunum gjalda sem falla á eldri borgara.
  4. Ræddar breytingar á erindisbréfi ráðsins og aðkomu Heilsugæslunnar við að fylgjast með heilsu og velferð eldri borgara. Sólveig upplýsti um hreyfiseðla og ráðgjöf hjúkrunarfræðings til eldra fólks.
  5. Næsti fundur 22. maí kl. 15:00

Fundi slitið 16:00

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?