Fara í efni

Öldungaráð

22. maí 2019

Fjórtándi fundur Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar (ÖS) var haldinn á bæjarskrifstofunum að Austurströnd 2 hinn 22. maí 2019 kl. 15:00 til 16:00

Mættir: Petrea I Jónsdóttir formaður, Hildur Guðmundsdóttir, Magnús Oddsson, Kristján Hilmir Baldursson, Sólveig Þórhallsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þóra Einarsdóttir. Auk þess sat Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri fundinn og var fundarritari.

  1. Félagsstarf eldra fólks. Kristín Hannesdóttir forstöðumaður félagsstarfsins mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfinu. Í hverjum mánuði eru um 2000 heimsóknir í félagsstarfið. Lögð hefur verið áhersla á að mæta þörfum fólks með nýjungar í starfinu og hvetja það til frumkvæðis. Rætt um endurgerð púttvallar fyrir framan íbúðir aldraðra við Skólabraut. Magnús ræddi hvort kanna ætti meðal eldra fólks hvar áhugi þess liggur í félags- og tómstundastarfi.

  2. Samstarf við Gróttu um heilsueflingu eldra fólks. Beðið er umsagnar frá ÍTS um tillögur varðandi samstarf við Gróttu. Íþróttahúsið er tilbúið eftir endurbyggingu og starfið ætti að geta hafist fljótlega. Öldungaráð ítrekar að samstarf verði við Gróttu um íþróttaiðkun eldra fólks eins og þegar hefur verið samþykkt hjá ráðinu.

  3. Upplýsingagjöf til íbúa, - hvernig er best að koma upplýsingum til skila. Rætt um hvort gefa eigi út upplýsingarit fyrir eldri borgara og aðstandendur. Lagt til að óskað verði fjárveitingar á næsta ári til þess.

  4. Önnur mál.

    A. Spurst fyrir um hvar billjard aðstaða yrði næsta haust. Bent á að bæta þurfi aðstöðuna í kjallaranum í Selinu.

    B. Ákveðið að afla upplýsinga um hvað verður um þá aðstöðu sem hefur verið nýtt fyrir dagvist aldraðra.
    C. Rætt um hreyfiseðla Heilsugæslunnar og jákvætt gildi þeirra.

  5. Næsti fundur verður 11. september kl. 15:00

Fundi slitið 16:00

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?