Fara í efni

Öldungaráð

01. október 2019

Fimmtándi fundur Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar (ÖS) var haldinn á bæjarskrifstofunum að Austurströnd 2 hinn 1. október 2019 kl. 16:00 til 17:00

Mættir: Petrea I Jónsdóttir formaður, Birgir Vigfússon, Magnús Oddsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þóra Einarsdóttir. Auk þess sat Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri fundinn og var fundarritari. Kristján Baldursson afboðaði sig vegna veikinda.

  1. Ný heimasíða Seltjarnarnesbæjar. María Björk Óskarsdóttir menningarfulltrúi bæjarins gerir grein fyrir málinu. Búið er að leggja mikla vinnu í nýja heimasíðu bæjarins, bæði þarfagreiningu og kröfulýsingu til hönnuða hennar. Gert er ráð fyrir að þar séu snertifletir og upplýsingar um þjónustu sem snýr að þjónustu við eldri bæjarbúa. Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi hefur óskað eftir svæði á heimasíðu bæjarins. Möguleiki er á að félagið hafi tengil (link) inn á síðuna. Einnig er mögulegt að senda inn tilkynningar og fréttir á heimasíðuna.

  2. Endurskoðun á starfsemi og notkun Félagsheimilisins. María Björk greindi frá skýrslu sem hefði verið tekin saman um möguleika í rekstri þess.

  3. Erindi Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar þar sem óskað er umsagnar um starfsleyfi frá Sinnum ehf vegna reksturs félagslegrar þjónustu í bæjarfélaginu. Fyrir liggur umsókn um starfsleyfi frá Sinnum. Samþykkt að mæla með því við GEF að veita starfsleyfið.

  4. Heilsuefling eldra fólks. Ekki hefur borist skriflegt svar Íþrótta- og tómstundaráðs um samstarf við Gróttu um heilsueflingu eldra fólks. Óskað er eftir svari frá ÍTS.

  5. Miðlun upplýsinga um hvað eldra fólki stendur til boða í bæjarfélaginu. Ræddir möguleikar til að ná til eldra fólks og gefa heildstæðar upplýsingar sem varða aldurshópinn.

  6. Hugmyndir notenda um félags- og tómstundastarf eldra fólks. Ef gera á skoðanakönnun meðal 60 ára og eldri þyrfti að gefa öllum færi á að taka þátt í henni. Ákveðið að boða Kristínu Hannesdóttur og Margréti Sigurðardóttur á næsta fund og ræða þetta nánar.

  7. Önnur mál. Magnús greindi frá umræðum í FEB SEL um hækkanir sem hafa orðið á ýmsri þjónustu bæjarins sem snertir eldri bæjarbúa. Æskilegt hefði verið að eiga samstarf við ráðið um þessar hækkanir.

8. Næsti fundur verður eftir 20. nóvember á milli fyrstu og annarrar umræðu um fjárhagsáætlun.

Fundi slitið 17:00

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?