Fara í efni

Öldungaráð

29. apríl 2021

19. fundur Öldungráðs var haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2021, kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness og sem fjarfundur í gegnum Microsoft TEAMS. 

Mættir: Petrea I. Jónsdóttir formaður, Birgir Vigfússon, Magnús Oddsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Þóra Einarsdóttir og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs. 

Gunnar Lúðvíksson sat fundinn undir 2. og 3. dagskrárlið. 

Fundi stýrði: Petrea I. Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson. 

  1. Þjónusta Heilsugæslu á Seltjarnarnesi við eldri borgara á tímum Covid-19 -málsnr. 2021030190.
    Frestað til næsta fundar 

  2. Kostnaður við matarsendingar fyrir eldri bæjarbúa -málsnr. 2021030194.
    Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar, gerði grein fyrir þátttöku Seltjarnarnesbæjar við matarsendingar til eldri bæjarbúa. Kostnaðarþátttöku var hætt frá 01.01.2019 og var það gert til að gæta jafnræðis milli þeirra sem nýttu sér þjónustu óháð því hvaðan hún var veitt. Þáverandi öldungaráð var upplýst um ákvörðunina á sínum tíma. 

  3. Kostnaður Seltjarnarnesbæjar vegna niðurgreiðslu fasteignagjalda -2021030195.
    Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar, gerði grein fyrir niðurgreiðslu Seltjarnarnesbæjar á fasteignagjöldum.
    Afsláttur er tengdur inn á fjögur mismunandi tekjubil m.v. einstaklinga annar vegar og hjón/sambúðarfólk hins vegar sbr.:

    Einstaklingar
    100%  5.013.000 
     75% 5.013.001 5.124.000
     50% 5.124.001 5.235.000
     25% 5.235.001 5.347.000

    Hjón/sambúðarfólk
    100%  6.405.000 
     75% 6.405.001 6.851.000
     50% 6.851.001 7.297.000
     25% 7.297.001 7.742.000

    Magnús Oddson kom eftirfarandi athugasemd á framfæri f.h. Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi:
    Stjórn FebSel hefur ályktað um að það hljóti að eiga að vera metnaður sterks sveitarfélgs, Seltjarnarnesbæjar, að gera a.m.k. eins og best er gert í sveitarfélögum landsins hvað viðkemur fasteignagjöldum eldri borgara. Það eigi við um niðurfellingar og tekjutengda afslætti. Enn eru sveitarfélög með betri tekjutengingar en hér eru.

    Gunnar Lúðvíksson vék af fundi kl. 14:20. 

  4. Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2021 vegna Covid-19 -málsnr. 2021030106.
    Baldur Pálsson upplýsti um aukið framlag til félagsstafs fullorðinna fyrir sumarið 2021. 

  5. Hjólastígur við Seltjörn -málsnr. 2019100084.
    Lagt fram til kynningar. 

  6. Fjölþætt heilsuefling 65+ hjá Seltjarnaensbæ -málsnr. 2020020177.
    Upplýst var um stöðu verkefninsins, en vegna samkomutakmarkana hefur orðið talsverð seinkun á því að það geti hafist. Gert er ráð fyrir að því að verkefnið hefjist um leið og samkomutakmörkunum verður aflétt 

  7. Spurningakönnun meðal eldri borgara -málsnr. 2020110043.
    Frestað til næsta fundar.

    Birgir Vigfússon vék af fundi kl. 14:40.

Önnur mál: Lögð var fram fyrirspurn um nýtingu Félagsheimilis Seltjarnarnesbæjar að loknum viðhaldsframkvæmdum og hvernig aðgengi Félags eldri borgara að því verði háttað. Málið verður sett á dagskrá næsta fundar öldungaráðs.

Næsti fundur Öldungaráðs er fyrirhugaður í júnímánuði nk. 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. 
Fundi slitið 14:45.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?