Fara í efni

Öldungaráð

22. fundur 30. janúar 2023

22. fundur Öldungráðs var haldinn mánudaginn 30. janúar 2022, kl. 14:00 í Ráðagerði, fundarherbergi á bæjarskrifstofu Seltjarnarness.

Mættir: Hildigunnur Gunnarsdóttir, formaður, Petrea I. Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Stefán Bergmann, Þóra Einarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Kristín Hannesdóttir, forst.kona félagsstarfs eldri bæjarbúa og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Kristbjörg Ólafsdóttir og Ingimar Sigurðsson boðuðu forföll.

Fundi stýrði: Hildigunnur Gunnarsdóttir
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson.

Dagskrá: 


1. 2023010383 - Glugginn inn í framtíðina. Stafræn færni eldri borgara.
Hildigunnur Gunnarsdóttir og Kristín Hannesdóttir kynntu verkefnið og sögðu frá heimsókn sinni til Vilníusar sl. haust. Rætt var um hvernig mætti koma hugmyndum sem unnið er með í verkefninu til framkvæmdar á Seltjarnarnesi.

Formaður öldungaráðs mun taka málið til eftirfylgni.

2. 2023010363 - Erindi frá FEB á Seltjarnarnesi.
Erindi frá FEB á Seltjarnarnesi var lagt fram til umræðu.

Ákveðið var að helga hverjum þætti erindisins sinn tíma á næstu fundum ráðsins og tengja við nefndir og forstöðumenn viðeigandi málaflokka.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið 15:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?