Fara í efni

Öldungaráð

28. fundur 08. september 2025 kl. 14:00 - 14:55 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

28. fundur Öldungaráðs var haldinn mánudaginn 8. september 2025, kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Petrea I. Jónsdóttir, Kristbjörg Ólafsdóttir, fulltrúi FEBSEL, Sigríður Ólafsdóttir, fulltrúi FEBSEL og María Kristinsdóttir fulltrúi heilsugæslunnar.

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Forföll: Aðalbjörg Finnbogadóttir og Árni Emil Bjarnason. 

Gestir: Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, fráfarandi verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs og Gissur Ari Kirstinsson nýráðinn verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs hjá Seltjarnarnesbæ sátu fundinn undir 1.-4. dagskrárlið og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri sat fundinn undir 3. og 4. dagskrárlið.

 1. 2025090072 - Nýráðinn verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs.

Gissur Ari Kirstinsson nýráðinn verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs hjá Seltjarnarnesbæ kynnti sig fyrir öldungaráði og var boðinn velkominn til samstarfs. Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur var þakkað fyrir sína aðkomu að málaflokki eldra fólks á Seltjarnarnesi og gott samstarf.

2. 2025090079 - Virkniþing fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi.

Sólveig Hlín Kristjánsdóttir sagði frá fyrirhuguðu virkniþingi fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi sem haldið skal 17. september nk. kl. 14:00-16:00 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.

Þór Sigurgeirsson kom til fundar kl. 14:10.

3. 2025010166 - Matarþjónusta fyrir eldra fólk á Seltjarnarnesi.

Farið var yfir breytingar á matarþjónustu fyrir eldra fólk á Seltjarnarnesi og hvernig til hefur tekist á fyrstu vikum í kjölfar breytinga. Almennt hefur verið ánægja með breytingarnar.

4. 20250900 - Erindi stjórnar FEB-SEL, dags. 03.09.2025.

Lagt fram.

Sviðsstjóri greindi frá því að ekki standi til að fastsetja árlegan fjölda funda öldungaráðs. Öldungaráð hvetur til þess að bæjaryfirvöld nýti ráðið til ráðgjafar í málefnum er varða eldra fólk. Samþykkt var að boðað verði til árlegs upplýsingafundar um málefni eldra fólks og sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir. Þá var samþykkt að halda fund í öldungaráði um þá liði sem varða málefni eldra fólks í fjárhagsáætlun. Fundurinn skal haldinn á milli fyrri og síðari umræðu um fjárhagsáætlun. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við félgasheimilið og framtíðaráform um starfsemi þess.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

 

Fundi slitið kl. 14:55.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?