52. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 3. janúar, 2017, kl. 16:30 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Stefán Bergmann, Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál.nr. 2015100090
Heiti máls: Skýrsla nefndar um stefnumörkun í ferðaþjónustu
Málsaðili: Seltjarnarnesbær
Lýsing: Óskað eftir umsögn um skýrsluna
Afgreiðsla: Nefndin er sammála inntaki skýrslunnar og hvetur til að áfram verði unnið með þær hugmyndir sem settar eru fram. Nefndin sér þó ekki fram á að fundinn verður staður fyrir tjaldsvæði innan marka bæjarfélagsins. Skipulagsnefnd þakkar nefndinni fyrir skýrsluna.
- Mál.nr. 2015040037
Heiti máls: Deiliskipulag miðbæjarsvæðis
Lýsing: Óskað er eftir umsögn um forsögn að deiliskipulagi frá vinnuhópi.
Afgreiðsla: Frestað milli funda.
- Mál.nr. 2014060035
Heiti máls:Aðalskipulagstillaga til auglýsingar.
Lýsing: Athugasemdir úr auglýsingu lagðar fram.
Afgreiðsla: Frestað.
- Mál.nr. 2013060016
Heiti máls:Vestursvæði deiliskipulagstillaga.
Lýsing: Athugasemdir úr auglýsingu lagðar fram.
Afgreiðsla: Frestað.
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.53.
Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Stefán Bergmann sign,