Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

23. janúar 2017

55. fundur Skipulags- og umferðanefndar, mánudaginn 23. janúar,  2017, kl. 08:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Árni Geirsson Alta, Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál.nr. 2014060035
  Heiti máls:Aðalskipulagstillaga til auglýsingar.
  Lýsing:  Athugasemdir úr auglýsingu og svör lögð fram og rædd.
  Afgreiðsla: Svör vegna athugasemda samþykkt með þremur atkvæðum.

  Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
  Svör við athugasemdum vegna nýs aðalskipulags fela í sér jákvæðar breytingar á textanum að okkar mati sem skipta verulegu máli og við fögnum því að komið er á móts við ýmsar athugasemdir íbúa. Hins vegar tekst ekki jafnvel upp í nokkrum mikilvægum atriðum, s.s. varðandi tillögu að haugsetningarsvæði sem enn er afar óljós, opin og illa skilgreind og stöðu og skilgreiningu þróunarsvæða í nýju aðalskipulag og varðar minnkun þeirra og óljóst hlutverk. Því getum við ekki samþykkt þessi svör við athugasemdum í heild. Við viljum sjá lokatexta tillögunar að nýju aðalskipulagi og kynna okkar fulltrúum.

  Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
  Farið hefur verið vel yfir innsendar athugasemdir við nýtt Aðalskipulag og þeim svarða með það að markmiði að mælta óskum og vilja þeirra íbúa sem sendu inn athugasmedir.

  Athugasemdir sem lúta að svæði AT-1 og E-1 eru vel skiljanlegar. Þrátt fyrir miklar umræður þá hefur ekki komið fram önnur hugmynd um staðsetningu sem fullnægir þörfum þjónustumiðstöðvar líkt og AT-1 gerir. Á meðan að ekki hefur verið verið bent á aðra ásættanlega staðsetningu fyrir athafnasvæðið sem gagnast bæjarfélginu þá teljum við það óábyrga afstöðu að hafna þessari tillögu í aðalskipulaginu að svo stöddu.

  E-1 er reitur sem hefur verið nýttur sem efnisgeymslastaður síðustu ár en í nýju skipulagi er ákvæði sem takmarkar nýtingu þess svæðis þannig að í ársbyrjun 2021 eigi sá reitur að vera kominn í sitt náttúrulega horf. Fullt´ruar meinnihlutans hafa heldur ekki getað bent á neinn anna kost í allri umræðu um athafnasæði bæjaris, sem hefur verið á þessu reit svo lengi sem elstu menn muna. Meirihlutinn hefur í allri umræðunni bent á að þetta er ekki kjörstaða fyrir þessa starfsemi og mun áfram unnið með sérfærðingum að skoða hvernig hægt er að finna lausn á því.

  Við álítum að þróunarsvæði séu vel skilgreind í kafla 2.5.1 og nánari útfærsla verði, samkvæmt sama kafla gerð í deiliskipulagi.

  Minnkun þróunarsvæði er að tillögu meirihlutans gerð til að mæta innsendum athugasemdum íbúa.

  Fundargerð lesin og samþykkt.
  Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.48.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign,  Stefán Bergmann sign,  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?