Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

11. maí 2017

60. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 11. apríl,  2017, kl. 08:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir,  Stefán Bergmann,  Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson 

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2013060016
    Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagsbreyting.
    Lýsing: Uppfærð svör við athugasemdum lögð fram.
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar i samræmi við skipulagslög 123/2010.
  1. Mál.nr. 2014110033
    Heiti máls: Valhúsahæð og grannsvæði tillaga um deiliskipulag.
    Lýsing: Uppfærð greinargerð lögð fram eftir athugasemdir frá Skipulagsstofnun.
    Afgreiðsla:  Nefndin leggur til eftirfarandi breytingu í kafla 3.4:
    Á lóðum parhúsanna Kirkjubraut 4-18 er veitt heimild skv. deiliskipulagi þessu til að reisa sólstofur út frá stofurýmum, mest 4,0 m frá aðalbyggingu og mest 18 m2 að grunnfleti.
    Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar i samræmi við skipulagslög 123/2010.
  1. Mál.nr. 2017030104
    Heiti máls: Breyting á aðalskipulagi Rvíkur.
    Lýsing: Óskað er umsagnar vegna nýs hjólreiðastígs í Elliðarárdal.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.
  1. Mál.nr. 2017030052
    Heiti máls: Melabraut 12 deiliskipulagsbreyting.
    Lýsing: Leitað er viðbragða við framlagða tillögu að 4 íbúða húsi með nýtingarhlutfallið 0,65.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir frekari gögnum og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda..
  1. Mál.nr. 2017040007
    Heiti máls: Miðbraut 23, bygging bílskúrs
    Lýsing: Fyrirspurn um að fá að reisa bílskúr á lóð.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið enda verði gerð deiliskipulagsbreyting.
  1. Mál.nr. 2017030047
    Heiti máls:. Málefni fatlaðs fólks, Lóð fyrir sambýli við Kirkjubraut
    Lýsing:  Staðsetning fyrir búsetukjarna fyrir sambýli.
    Afgreiðsla: Frestað milli funda.


Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.29.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign,  Stefán Bergmann sign,  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?