Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

24. maí 2017

61. fundur Skipulags- og umferðanefndar, miðvikudaginn 24. maí,  2017, kl. 08:00 að Austurströnd 1 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir,  Stefán Bergmann,  Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson 

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2017050372
    Heiti máls: Vinnslutillaga vegna breytinga á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæja.
    Lýsing: Leitað er viðbragða við framlagða vinnslutillögu.
    Afgreiðsla:  Samþykkt að senda til forkynningar, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010.
  1. Mál.nr. 2017050029
    Heiti máls: Breyting á aðalskipulagi Rvíkur, veitinga- og gististaðir
    Lýsing: Sent til kynningar skv. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga.
    Afgreiðsla: Frestað milli funda.
  1. Mál.nr. 2017050307
    Heiti máls:. Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030.
    Lýsing:  Beiðni um umsögn, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.
  1. Mál.nr. 2017030052
    Heiti máls: Melabraut 12 deiliskipulagsbreyting.
    Lýsing:  Uppfærð greinargerð lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin ítrekar að nýtt hús falli að núverandi byggð..
  1. Mál.nr. 2017050291
    Heiti máls:. Nesbali 66, tengibygging
    Lýsing:  Fyrispurn um tengibyggingu milli húss og bílskúrs skv. framlögðum gögnum.
    Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna skv. 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga þegar endanlegar teikningar liggja fyrir.
  1. Mál.nr. 2017050395
    Heiti máls:. Bollagarðar 73-75 geymsluskúr.
    Lýsing:  Fyrirspurn um byggingu geymsluskúrs skv. framlögðum gögnum.
    Afgreiðsla: Hafnað, samrýmist ekki deiliskipulagi.
  1. Mál.nr. 2017050265
    Heiti máls:. Miðbraut 10 svalaskjól
    Lýsing:  Fyrispurn um byggingu svalaskjól skv. framlögðum gögnum.
    Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagi.
  1. Mál.nr. 2017050361
    Heiti máls:. Eiðismýri 8, stækkun svala.
    Lýsing:  Fyrirspurn um stækkun svala skv. framlögðum gögnum.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í stækkun suðursvala. Samþykki meðeiganda áskilin.
  1. Mál.nr. 2015040037
    Heiti máls: Deiliskipulag miðbæjarsvæðis
    Lýsing: Óskað er eftir umsögn um forsögn að deiliskipulagi frá vinnuhópi.
    Afgreiðsla:  Frestað milli funda.
  1. Mál.nr. 2017030047
    Heiti máls:. Málefni fatlaðs fólks, Lóð fyrir sambýli við Kirkjubraut
    Lýsing:  Staðsetning fyrir búsetukjarna fyrir sambýli.
    Afgreiðsla: Nefndin telur að Vallarbraut sé fýsilegasti kosturinn fyrir húsið sem Ás styrktarfélag hefur látið teikna.

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.59.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign,  Stefán Bergmann sign,  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?