Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

09. júní 2017

62. fundur Skipulags- og umferðanefndar, föstudaginn 9. júní,  2017, kl. 08:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi. 

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir,  Ragnhildur Ingólfsdóttir,  Guðmundur Ari Sigurjónsson, Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson


Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2017020065
    Heiti máls: Fimleikahús á Seltjarnarnesi – bygging 2017.
    Lýsing: Ófullgerðar aðalteikningar lagðar fram til kynningar.
    Afgreiðsla:  Nefndin óskar eftir að byggingarreitur og sorpgerði séu inn á teikningum og frekari útfærslu á nýjum búningsklefum og rútustæði.
  1. Mál.nr. 2017050479
    Heiti máls: Skólabraut 12 – viðbygging við hús
    Lýsing: Óskað er eftir byggingarleyfi í samræmi við framlögð gögn.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið. Sækja þarf um breytingu á deiliskipulagi sem verður grenndarkynnt, enda séu gögn skv. Byggingarreglugerð.
  1. Mál.nr. 2017060068
    Heiti máls:. Bollagarðar 71, breytingar.
    Lýsing:  Óskað eftir að fá að bæta við einu bílastæði inn á lóð og setja glugga á norðurhlið.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið um gluggann en þriðja bílastæðið samræmist ekki deiliskipulagi.
  1. Mál.nr. 2017060090
    Heiti máls: Leyfi fyrir bökubílnum.
    Lýsing: Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir matarbíl á ráðhúslóð. Til kynningar.
    Afgreiðsla:  Samþykkt til bráðabirgða til loka ágústmánaðar

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.39.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign,  Guðmundur Ari Sigurjónsson sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?