Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. september 2017

65. fundur.

20. september 2017, kl. 16.30 kom nefndin saman til fundar að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann,

Áheyranarfulltrúi:

Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson, byggingarfulltrúi.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál nr. 2016110017
  Borgarlína, breyting á Svæðisskipulagi höfuðboargarsvæðisins 2040. 
  Lögð fram tillaga að breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins ,,Höfuðborgarsvæðið2040“ sem svæðisskipulagsnefnd hefur lagt til að verði auglýst.
  Eftirfarandi kemur fram í erindi frá svæðisskipulagsstjóra: ,,Á grunni samkomulags sveitarfélaga um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. desember 2016 hefur verið unnin tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðið 2040 vegna Borgarlínu.“
  Vinnslutillögur svæðis- og aðalskipulags voru kynntar frá 29. maí til og með 21. júní 2017. Alls bárust athugasemdir og/eða ábendingar frá 33 aðilum og þar af 12 lögbundnum umsagnaraðilum. Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi hefur tekið nokkrum breytingum frá forkynningu. Tillagan byggir á greiningarvinnu COWI eins og hún birtist í lokaskýrslu dags. september 2017.
  Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins fjallaði um lokaskýrslu COWI og tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu þann 8. september 2017. Eftirfarandi var bókað: Með tilvísan í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga samþykkir svæðisskipulagsnefnd að leggja til við aðildarsveitarfélögin að samþykkja að auglýsa tillöguna eftir athugun Skipulagsstofnunar.
  Eins og fram kemur í samkomulagi sveitarfélaganna þá er ætlunin að ljúka skipulagsvinnu á árinu 2017.“
  Á fundinum gerði Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri grein fyrir breytingartillögunni og ferli hennar fram til þessa.
  Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að heimila auglýsingu breytingartillögunnar í samræmi við 3. mgr. 23. gr. Skipulagslaga nr. 1123/2010 eins og svæðisskipulagsnefnd leggur til.

 2. Mál.nr. 2017070161
  Svæðisskipulagið höfuðborgarsvæðið 2040
  Breytt afmörkun vaxtarmarka atvinnusvæðis á Hólmsheiði
  Hrafnkell Á. Proppe mæti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
  Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við breytta afmörkun vaxtarmarka atvinnusvæðis á Hólmsheiði enda sé hún minni en gert er ráð fyrir á uppdrætti.

 3. Mál nr. 2017090122
  Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Bygggarðasvæðinu
  Lögð fram tillaga að breytingu á deilsikipulagi varðandi lóð nr. 9; breyting á lóðastærðir, lóðamörkun, færa til byggingareit, fjölgun íbúða og breytt stærðarsamsetning, breyting á fyrirkomulagi bílastæða.
  Erindið lagt fram til kynningar og frestað til næsta fundar.

 4. Mál nr. 2017090157
  Suðurströnd 8 –umsókn um byggingarleyfi
  Gunnar Borgarsson arkitekt og Þorgrímur Stefánsson ráðgjafi mættu með kynningu á fundinn.
  Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á vesturgafli handboltahúss við Suðurströnd, sem gerir ráð fyrir endurhönnun á flóttaleið úr sal og rými undir geymslur neðanjarðar.
  Lögð fram tillaga að rífa niður núverandi fimleikahús og reisa nýtt fimleikahús í samræmi við framlagðar teikningar enda séu þær í samræmi við samþykkt deiliskipulag.*Samþykkt samhljóða.

 5. Mál nr. 2017090154
  Lóðablað fyrir Suðumýri 36-38
  Fyrir liggur lóðarblað fyrir sameinaðar lóðir Suðurmýrar 36-38. Samþykkt nýtt landnúmer 117857, byggingarfulltrúa falið að samþykkja nýtt lóðarblað og þinglýsa kvöðum um gönguleið.
  Málinu frestað til næsta fundar.

 6. Mál nr. 2017090118
  Tjarnarstígur 3-5 -umsókn um byggingarleyfi
  Umsókn um leyfi til að bæta við kvistum samkvæmt framlögðum teikningum.Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið enda séu íbúar sáttir við framkvæmdina.

 7. Mál nr.
  Hjólastígar - hraðahindranir
  Formaður nefndarinnar lagði fram til kynningar útfærslur á hraðahindrunum til að draga úr hraða hjólreiðamanna sem eiga leið um stíga á Nesinu. Markmið með þessari tillögu er að bæði gangandi sem og hjólreiðamenn geti notið þess að vera öruggir á ferð sinni um stíga bæjarins.
  Formaður mun á næsta fundi leggja fram tillögu ásamt yfirmanni tæknisviðs til frekari skoðunar hjá nefndinni.

  Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010 afgreiðslur lagðar fram til 
  kynningar.

 8. Mál nr. 2017070146
  Vesturströnd 7
  Umsókn um leyfi til að opna á milli eldhúss og yfirbyggðra svala.
  Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 06.09.2017.

 9. Mál nr. 2017040044
  Látraströnd 19
  Stækkun húss innan byggingarreits.
  Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 06.09.2017.

 10. Mál nr. 2017070036
  Fornaströnd 3
  Stækkun stofu og sólstofu.
  Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið enda sé stækkunin innan byggingarreits.

 11. Mál nr. 2017050072
  Fundist hafa minjar við uppgröft á lóð við Unnarbraut 32.
  Minjastofnun er með málið til meðferðar og von er á skýrslu frá þeim.Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 18.43

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?