66. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 10. október 2017, kl. 16.30 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson.
Áheyrnarfulltrúi ungmannaráðs boðaði forföll.
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson, byggingarfulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál.nr. 2017060275
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Stekkjabakki
Lýsing: Horfið er frá fyrirhugaðri færslu götu til norðus og umhverfisskýrsla VSÓ lögð fram.
Afgreiðsla: Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. - Mál nr. 2017090122
Heiti máls: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Bygggarðasvæðinu
Lýsing: Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi lóð nr. 9; breyting á lóðastærð, lóðamörkun, færa til byggingareit, fjölgun íbúða og breytt stærðarsamsetning, breyting á fyrirkomulagi bílastæða.
Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á að leiðrétta gögn og leggur áherslu á að bundin byggingarlína á austur horni lóðarinnar, í gildandi skipulagi, haldi sér í tillögu að breytingu á skipulagi. Byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum. - Mál nr. 2017090154
Heiti máls: Lóðablað fyrir Suðumýri 36-38
Lýsing: Fyrir liggur lóðarblað fyrir sameinaðar lóðir Suðurmýrar 36-38. Samþykkt nýtt landnúmer 117857, byggingarfulltrúa falið að samþykkja nýtt lóðarblað og þinglýsa kvöðum um gönguleið.
Afgreiðsla: Lóðarblaðið samþykkt fyrir lóðirnar Suðurmýri 36 38. - Mál nr. 2017030052
Heiti máls: Melabraut 12 deiliskipulagsbreyting.
Lýsing: Uppfærð greinargerð lögð fram.
Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á að umfang hússins minnki og hæðasetning hússins verði ekki hærri en aðliggjandi hús og þakform taki jafnfram mið af þeim. - Mál nr. 2017080692
Heiti máls: Hjólastígar - hraðahindranir
Lýsing: Formaður nefndarinnar lagði fram til kynningar útfærslur á hraðahindrunum til að draga úr hraða hjólreiðamanna sem eiga leið um stíga á Nesinu. Markmið með þessari tillögu er að bæði gangandi sem og hjólreiðamenn geti notið þess að vera öruggir á ferð sinni um stíga bæjarins.
Afgreiðsla: Mikil umræða var um hjólastíga bæjarfélagsins og var tillaga formans samþykkt. - Mál nr. 2017070155
Heiti máls: Unnarbraut 32 – kæra til Úrskurðarnefndar
Lýsing: Úrskurður – byggingaleyfi fyrir hluta breytinga felt úr gildi
Afgreiðsla: Úrskurðurinn lagður fram til kynningar. - Mál nr. 2017070102
Heiti máls: Hofgarðar 5 – Framkvæmdir á lóð
Lýsing: Framkvæmdir við girðingu, pall og heitann pott.
Afgreiðsla: Málið kynnt og var byggingarfulltrúa falið að ræða við húseigendur lóða. - Næsti fundur fimmtudaginn 23.11.2017.
Fleira ekki gert og fundarlok kl. 18:09.
Sigurður Valur Ásbjarnarson.