67. fundur Skipulags- og umferðanefndar, fimmtudaginn 30. nóvember 2017, kl. 08.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Axel Þórir Friðriksson.
Áheyrnarfulltrúi ungmannaráðs boðaði forföll.
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson, byggingarfulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál.nr. 2017100057
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Laugavegur-Skipholt, reitur 25
Lýsing: Verklýsing lögð fram. Um er að ræða aukningu byggingarmagns og breyttar heimildir um fjölda íbúða.
Afgreiðsla: Afgreitt án athugasemda. - Mál.nr. 2017100090
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls
Lýsing: Breyting á landnotkun og fjölgun íbúða.
Afgreiðsla: Afgreitt án athugasemda. - Mál.nr. 2017100116
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík
Lýsing: Lögð fram verklýsing vegna breytingu á aðalskipulagi og nýs deiliskipulags fyrir efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík
Afgreiðsla: Málið rætt og ákveðið að bíða afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. - Mál.nr. 2017070161
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Gufunes
Lýsing: Lögð fram breytting á landnotkun
Afgreiðsla: Afgreitt án athugasemda. - Mál.nr. 2017110126
Heiti máls: Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011 – 2030, lýsing verkefnis og matslýsing.
Lýsing: Lögð fram breytting á landnotkun og nýting á athafnasvæði við Sólheimakot.
Afgreiðsla: Málið tekið fyrir og lögð áhersla á að svæðið er viðkvæmt og fyrirkomulag og útlit væntanlegra bygginga skiptir máli. Nefndin telur að vel sé gert um margt í verkefnalýsingu varðandi undirbúning og athuganir á svæðinu, en telur æskilegt að einnig sé hugað að hugsanlegri yfirborðsmengun m.a. vegna stöðu svæðisins á vatnasviði Elliðaánna og tengsla við útivistarsvæði.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst. - Mál. nr. 2017090111
Heiti máls: Deiliskipulagsbreyting fyrir Bygggarða
Lýsing: Lögð fram ný og breytt tillaga.
Afgreiðsla: Nefndin lýsir ánægju með fram komna tillögu en lögð er áhersla á að sjá tillögu af svæðinu í heild sinni. Lögð er og áhersla á að skýringarmynd fylgi tillögunni ásamt greinargerð um gerð og útlit húsa. - Mál. nr. 20170214
Heiti máls: Aðalskipulag Kópavogs 2012 -2014
Lýsing: Kópavogsgöng feld úr skipulagi og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010 - Mál nr. 2017050395, Bollagarðar 73 -75
Heiti máls: Skúrviðbygging
Lýsing: Ítrekun á ósk um að byggja skúr á lóðarmörkum.
Afgreiðsla: Nefndin vísar í fyrri afgreiðslu og hafnar hugmyndum um breytingu á deiliskipulagi. - Mál nr. 2017110235.
Heiti máls: Fyrirspurn um hámarkshraða á Norðurströnd.
Lýsing: Ábending um umferðarhraða.
Afgreiðsla: Nefndin tekur vel í framkomna ábendingu og bendir á að málið er í vinnslu. - Mál nr. 2017070022, Kirkjubraut 18
Heiti máls: Stækkun á íbúð samþykkt af KHG 03.08.2017
Lýsing: Viðbygging og stækkun.
Afgreiðsla: Samþykkt – lokaúttekt áskilin.. - Mál nr. 2017030052, Melabraut 12
Heiti máls: Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
Lýsing: Ný tillaga lögð fram.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir framkomnar hugmyndir til auglýsingar og grendarkynningar samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010. - Mál nr. 2017110013, Miðbraut 16
Heiti máls: Ósk um að byggja bílskúr.
Lýsing: Litlar breytingar á áður kynntum bílskúr.
Afgreiðsla: Samþykkt - lokaúttekt áskilin.. - Mál nr. 2017110053, Tjarnarmýri 4
Heiti máls: Fyrirspurn um aukið byggingarmagn á lóð.
Lýsing: Hugmynd um byggingu á raðhúsi/parhúsi.
Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir nánari útfærslu á hugmynd fyrirspyrjanda. - Mál nr. 2017090131, Tjarnarstígur 3
Lýsing: Nýjar teikningar – ósk um hækkun á þaki til samræmiv við deiliskipulag. Málið samþykkt af byggingarfulltrúa 28.11.2017.
Afgreiðsla: Samþykkt. - Mál nr. 2017110135, Hamarsgata 6 – 8,
Heiti máls: Fyrirspurn um sameiningu lóða og breyttan byggingarreyt.
Lýsing: Sjá teikningar.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir, þrátt fyrir stóran grunflöt en á móti kemur að byggingin er lægri en gildandi skipulag heimilar. Ákvörðun um sameiningu lóða er vísað til afgreiðslu bæjarráðs. - Mál nr. 2017110201, Kirkjubraut 1.
Heiti máls: Fyrirspurn um fastanúmer, fjölgun íbúða, skiptingu bílskúrs.
Lýsing: Sjá fyrirspurn og lýsingu.
Afgreiðsla: Málinu frestaða til næsta fundar. - Mál nr. 2017100016, Lindarbraut 27.
Heiti máls: Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.
Lýsing: Sjá fyrirspurn og lýsingu.
Afgreiðsla: Málinu frestaða til næsta fundar.
Fundarlok kl. 9.55.